- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
505

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fuglar.

505

þeir koma inn i land og missa sjónar á hafinu. Eftir þenna
mikla frostavetur tóku menn eftir þvi. að miklu var færra
um álftir en áður og skógarþresti. Við Hafnarskóg i
Borg-arfirði fundust i fjörn hrannir af helfreðnum rjúpum og
rjúpnahópar flugu út á sjó og fórust þenna frostavetur.
Það ber lika við að sjófuglar drepast af farsóttum. Pess
er nókkrum sinnum getið að svartfugl hafi fallið. 1327 dó
svartfygli svo margt á Vestfjörðum að eyddust fuglabjörg
og mikill fjöldi fugla fanst liggjandi dauður á fjörum og
fljótandi á sjó.l) 1707 rak fáheyrða mergð af svartfugli
dauða af sjó;2) 1797 rak mikið af dauðum svartfugli um
Norðurland alt,3) og 27. ágúst 1798 segir Sveinn Pálsson að
i útsunnan brimum hafi rekið ógrynni af fýl og
svartfugla-ungum, sumum dauðum, sumum lifandi, með öllum fjörum
í Vestur-Skaftafellssvslu og mest í Mýrdal. 1893 rak lika
mikið af dauðum svartfugli.4) fað hefir lika komið fyrir,
að mikið hefir rekið af dauðum súlum, en annars eru fuglar
yfirleitt ekki kvellisjúkir.

Vér skulum þvi næst stuttlega geta hinua einstöku
fuglaflokka og tegundanna til þess að sýna útbreiðslu þeirra
um landið o. fl. I þessu stutta fuglatali er eigi hægt að
drepa nema á fátt eitt og verðum vér að visa til almennra
fræðibóka og rita þeirra, sem áður voru nefnd, þeim sem
nánari fræðslu vilja fá.

Bánfuglar. Af þeim flokki hafa 8 tegundir sózt á
Is-landi, 4 tegundir eru fremur almennar, en 4 sjaldgæfar,
sjást aðeins stöku sinnum. Ornin (Haliétus albiciUa) er
staðfugl, eigi mjög algengur, heldur sig mest i klettum
nærri fuglabjörgum, stundum uppi i landi, við stöðuvötn
og fljót. Fálki eða valur (Falco islandicus), sem áður var
taminn, hafður til veiða og talinn konungsgersemi, er hér
og hvar um alt land i klettum, bæði við sjó og uppi i landi,

’) ísl. annálar (1888), bls. 206, 346-347, 396.

2) Fitjaannáll, Hdrs. J. S. 238, 4°.

3) Arb. Esp. XI, bls. 85.
*) ísafold 1893, bls. 31.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0517.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free