- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
507

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fuglar.

507

C. monedula) villast hingað stöku sinnum og eins starri
(Sturnus vulgaris). Einu sinni (1903) hefir hópur af
»Siden-svands« (Bombycilla garrula) komið til Vestmannaeyja og
Suðurlands. Af hinum eiginlegu spörfugium eru þessir
algengastir: snjótitiingur (Emberiza nivalis), sólskrikja á
sumrum, er hér alt árið um alt land, náskyld titlingstegund
(E. Lapponica) er töluvert algeng á Norðurlandi á vetrum
innan um hópa af snjótitlingum. Steindepill (Saxicola
oen-anthe) algengur farfugl, margir verpa hér, en sumir staldra
aðeins nokkuð við á ferðum sinum frá og til Grænlands.
Mariuerian eða máriatlan (Motacilla alba) og
þúfutitlingur-inn (Anthus pratensis) eru algengir farfuglar, sem verpa viða
i bygðum á Islandi. Skógarþrösturinn (Turdus iliacus),
far-fugl, sem verpir i skógarkjarri viða um land; tvær aðrar
þrastategundir (T. pilaris og T. merula) koma eigi sjaldan
til íslands án þess að hafa langa viðstöðu.
Auðnutitling-urinn (Acanthis linaria) er nokkuð algengur i skógum á
Norðuriandi, einkum i Fnjóskadal og við Mývatn, en
sjaid-gæfari á Suðurlandi, þó mun hann lika verpa þar hér og
hvar i birkikjarri. Músarrindiiiinn (Troglodytes borealis) er
hér og hvar um landið, en alstaðar fremur fágætur, hann
heldur sig innan um kletta og urðir, nærri lækjum og
vötnum, stundum við sjó, safnast stundum að bæjum á
haustin. Svölur, landsvala og bæjarsvala (Hirundo rustica
og H. urbica) koma við og við til Islands á vorin, þó ekki
viti menn til að þær verpi hér; múrsvala (Micropus apus)
hefir einu sinni sézt i Grimsey. Ennfremur hefir bókfinki
(Fringilla coelebs) sézt nokkrum sinnum á Suðurlandi og
fuglakongur (Regulus ignicapillus) hefir einu sinni náðst á
Austurlandi.x) Af öðrum spörfuglum, sem til Islands koma,
en eru mjög sjaldsénir, má nefna herfugl (Upupa epops),
Ceryle alcyon og Ruticilla titys, sem hver hefir sézt einu sinni.
Ennfremur má geta þess, að hringdúfa (Columba palumbus)

Náðist á Desjamýri haustið 1854. Sigurður prestur Gunuarsson
sendi fuglinn til Jóns Arnasonar bókavarðar i Reykjavik, en Björn
Gunnlaugsson ákvað liann.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0519.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free