- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
508

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

508 Fuglar.

r

heíir tvisvar náðst á Islandi, á Eyrarbakka i desemberlok
1901 og við Mývatn 1905. Af hænsnafuglum er hér enginn
nema rjúpan (Lagopus alpinus), sem er algeng nm alt land
bæði sumar og vetur.

Vaðfuglar. Af þeim flokki hafa 27 tegundir sézt á Is-

landi, 15 tegundir verpa hér á landi (3 staðfuglar og 12

farfuglar), en 12 tegundir eru aðkomufuglar, af þeim koma

8 tegundir við og við, en 4 eru mjög sjaldgæfar. Heiló

(Charadrius pluvialis) og sandlóa (Ch. hiaticula) eru algeng-

ar um alt land, litla lóa (Ch. minor) og strandlóa (Squatarola

helvetica) eru sjaldgæfar. Yepjan ( Vanellus cristatus) er tölu-

vert algengur aðkomufugl, sem flækist hingað á öllum árs-

timum, oftast þó á haustin.1) Lóuþrællinn (Tringa cdpina)

er algengur farfugl, sem heldur sig innan um lóuhópana

og spóar (Numenius phœopus) eru svo algengir, að þeir "bein-

linis einkenna landið; stóri spói (N. arquatus) kemur við og

við á haustin. Hrossagaukurinn (Scolopax gallinago) er lika

einn af algengustu fuglum, en skógarsnipa (S. rusticola)

kemur aðeins stöku sinnum. Oðinshanar eða skrifarar

(Phalaropus hyperboreus) eru alstaðar algengir á tjörnum og

sikjum, en þórshani (Ph. fulicarius) er óalgengari, þó verpa

báðir hér. Blesönd (Fulica atra) er heldur fágætur fugl,

oftast aðeins gestur með stuttri dvöl, en það kemur þó fyrir

að hún verpir, egg hennar hafa t. d. fundist við Yikingavatn

nyrðra. Skyldur fugl (GaUinida chloropus) kemur til Islands

stöku sinnum, hefir náðst bæði nyrðra og syðra. Selningar,

fjölmóður (Tringa maritima) eru mjög algengir fuglar á Is-

landi við sjóarsíðuna, bæði sumar og vetur, þó fara víst

allmargir burt á haustin. Rauðbrystingur (Tr. islandica) og

tildra (Strepsilas interpres) eru mestmegnis yfirferðarfuglar,

t

nokkrir staðnæmast og verpa á Islandi, sumir halda sig hér
allan veturinn. Tjaldurinn (Hœmatopus ostralegus) er einn
með algengustu fuglum, oft í stórum hópum fram með

’) Pað er mjög efasamt hvort nafnið „ísakráka" á við þenna fugl.

lJað náfn gefur Arngrímur lærði krákum, sem koma á vetrum með
lia’ísum. Brevis Commentarius de Islandia, Hafniæ 1593, fol. 462.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0520.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free