- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
514

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

514

Fuglai.

staðar í vötnum, t. d. á Sandey í Pingvallavatni; hann er
líka í Breiðafjarðareyjum og gerir þar varpinu mikinn skaða;
svartbakar eru staðfuglar og halda sig á vetrum helzt við
Suðurland og eins grámáfar (L. glaiicus), sem eru algengir
við Faxaflóa og Breiðafjörð. Fjórar aðrar máfategundir eru
aðkomufuglar, Larus leucopterus kemur oft að Norðurlandi
á vetrum, L. eburneus sést við og við, en L. canus og X.
Sabinii eru sjaldgæfir. Af kjóum þekkjast fjórar tegundir
við Island. Skúmur (Lestris catarractes) er algengastur við
Suðurland. verpir i stórum hópum á söndum eystra, einkum

á Breiðamerkursandi, líka á
Skeiðarársandi og viðar við
árósa og lón; á haustin hverfa
flestir til hafs, en nokkrir verða
þó eftir við strendur Islands.
Almennur kjói (L. pcirasitica)
er algengur viða um láglendi
og dali og sést lika uppi á
hálendi. L. pomarina og L.
Buffonii koma við og við með
öðrum kjóum, en ekki er vist
hvort þeir verpa hér. Lundinn
(Mormon fratercula) er mjög
algengur við fuglabjörg, eyjar
og sker kringum alt land og
er viða til mikilla nota,
eink-um kofan, t. d. á
Yestmanna-eyjum, i Breiðafjarðareyjum. Grimsey og viðar; kemur á
Suðurlandi i lok aprilmánaðar, fer um lok októbermánaðar.
Teistan (Uria grylle) er lika algeng, verpur helzt i klettum
og urðum, kemur snemma, i febrúar og marz, fer i ágúst
til hafs, en yngri fuglar sjást oft við strendur Islands allan
veturinn. Langvia (U. troilc) er algengur bjargfugl
kring-um alt land, mestur fjöldi hennar kvað þó vera við
Vestur-land og Suðurland, i Vestmannaeyjum og Látrabjargi;
hring-via lieitir afbrigði eitt af þessari tegund. Stuttnefja eða
nefskera (II. Brunnnicltii) er líka algengur bjargfugl, mest

161. mynd. Lundi (Mormon
fratercula).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0526.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free