- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
519

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fuglar.

519

flyja þaðan í önnur sker nær landi. Seinustu geirfuglar,
sem menn vita um, voru skotnir við Eldey 1844; þeir voru
tveir, karl- og kvennfugl. Siðan hafa menn ekki orðið varir
við fugla þessa og er geirfuglinn nú liklega alveg útdauður.

Geirfugl liefir verið viðar við Island. Nærri 2 mílur i
suðvestur af Yestmannaeyjum er Geirfuglasker, og getur
Egg-ert Olafsson um, að þar verpi geirfugl. Pegar Faber dvaldi
á Vestmanneyjum 1821, sagði maður honum þar, að hann
fvrir 20 árum hefði náð geirfugli á þessu skeri, og það væri
hinn eini, er hann nokkurn tima hefði séð. Bóndi fyrir
vestan sagði Faber, að hann 1814 hefði drepið 7 geirfugla
á skeri við Látravik á Ströndum. Sagt er og, að geirfugl
hafi verið á Geirfuglaskeri eða Hvalsbak út af Berufirði
fyrir austan.

Geirfuglinn hefir fyr á öldum verið miklu viðar en við
Island. Steenstrup fann bein af geirfugli i þeim
sorphaug-um fornþjóðanna, sem viða eru við strendurnar i Danmörku,
og á þvi sést, að fugl þessi hefir fyrir 3—4000 árum siðan
lifað við strendur Danmerkur, en hefir dáið út löngu áður
en sögur gerast. Aðalheimkynni geirfuglsins var á 16. öld
eyjarnar við norðurstrendur Norður-Ameriku og við
New-Foundland. Flestir ferðamenn, sem þá fóru þar um í
landa-leit, geta hans; en hann eyddist fljótt, af þvi að svo hægt
var að ná honum, og skipverjar drápu ógrynni af honum
og tóku eggin Um það leyti fór að verða mjög títt, að
mörg skip, svo tugum skifti, fóru þangað vestur til
sela-og hvalaveiða, og fengu flest þeirra sér vistir á
geirfugla-skerjum þessum; fuglarnir, sem ekki gátu flogið, voru reknir
svo hunclruðum og þúsundum skifti yfir segl út i skipin og
svo drepnir; var þetta mjög ilt fyrir timgun fuglsins, þvi
skipin komu einmitt um varptímann. Snemma á 16. öld var
geirfuglinn viðast við strendur Ameriku frá 47—50° norðl.
breiddar. Við Grænland voru og geirfuglar, en þó sjaldgæfir.
Hinn seinasti var drepinn 1815. A Færeyjum voru
geirfugl-ar þangað til um næst seinustu aldamót; þaðan fékk Ole
Worm geirfugl um miðja 17. öld, einsog fyr var getið, og
hafði hann lifandi hjá sór i Kaupmannahöfn; fuglinn var

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0531.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free