- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
525

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rek.

525

an mikil, eðlisþyngd þeirra er mjög litil, svipuð eðlisþyngd
vatnsins, þó geta yms rekdýr nokkuð lagað þyngd sina eftir
vatnslögum þeim, sem þau eru í. Dyr þessi eru oftast tær
og gagnsæ, og lögun og bygging margra þeirra er
ein-kennilega vel löguð fyrir svif i sjónum; mörg þeirra hafa
þunna og mjóa útvexti, hár og langa anga, ýmislegar grindur
af kalkefni eða öðru, alt til þess að geta haldið jafnvægi í
sjónum og borist um á árum á bárum. I reki þessu er
mikið af hinum lægstu flokkum dýrarikisins, teygjudýr,
grinddýr og skolpdýr, auk þess margar hveljur af ýmsu
tægi (skálhveljur, lofthveljur og rifhveljur), blómdýr, ormar,
vængjasníglar og hinn mesti urmull af krabbaflóm og
öðr-um smáum krabbadýrum. íá eru einnig innan um þenna
sæg fjöldamargar lirfur af botndýrum, sem i ungdæmi sinu
leika lausum hala á yfirborði sævar i ýmsum gagnsæjum
myndum (skrápdýr, kórallar, lindýr, ormar o. fl.) og eru þá
mjög ólik þvi sem siðar verður, i dulargerfum, sem
nátt-úrufræðingar lengi áttu örðugt með að skýra fyrir sér; auk
alls þessa er á yfirborði sævar oft mikið af fiskhrognum og
ungviði fiska. Pað er þvi mjög margbreytilegur fénaður,
sem þar er saman kominn i efstu lögum sævarins, en mergðin
og samsetningin er mjög mismunandi og komin undir
sæv-arhita og saltmegni, árstimum og straumum. Fjöldi
rek-dýra, af sérstökum tegundum, hefir lika fundist lengra niðri
í djúpi og myrkri sævarins. A nóttunni stigur mergð af
smádýrum þessum upp frá djúpinu upp á yfirborð sævar,
og af þvi fjöldamargar þeirra lifsagna, sem lifa niðri i
sjónum, eru lýsandi, þá glitrar yfirborðið með ýmislegum
bjarma, sem kallaður er »maurildi«. Hafið er alt kvikt og
morandi af lifsögnum, sem eru næring hinna stærri dýra
og öll fiskamergð hafsins væri óskiljanleg og ómöguleg, ef
rekið væri ekki til. Fiskigöngurnar haga sér mjög eftir
rekinu, liíi þess og ferðum og menn hafa á seinni tímum
séð hve afarmikla þýðmgu rannsóknir á rekinu hafa fyrir
fiskiveiðarnar; mentaþjóðirnar hafa þvi nú um stund gert
út hvern leiðangurinn eftir annan til þess að kanna rekið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0537.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free