- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
527

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rek.

527

gróðurinn og liið stórgjörðara dýralif, tegundir þess raða
sér niður eftir hita hafsins, eftir straumum og árstímum.
Suðlægu tegundirnar fá meiri útbreiðslu á sumrum einsog
hið volga sævarfali, norrænu tegundirnar fara viðar á
vetr-urn, þegar póistraumurinn hefir yfirhönd. Suðvestan við
Tsland er i sjónum snemma á vorin hin mesta mergð af
móleitum kisilþörungum (diatomeum), svo sjórinn getur á
köfium orðið gruggugur og mórauður af þeim, þar með
fylgja smá krabbadýr, sem óðum fjölgar, þau lifa á
kisil-þörungunum. Nokkru seinna, snemma á sumrin, hverfa
kisilþörungarnir að mestu. en þá hefst mikill gróður af
»peridineum«, sem krabbadýrin lika eta, og sá gróður helst
fyrir sunnan iand i sjónum alt sumarið. A vorin og fram
eftir sumrinu berast smáþörungarnir með straumfallinu
vest-ur fyrir land og austur með Norðurlandi, með þeim fylgja
hin smáu krabbadýr og þeim aftur ýmsir fiskar; auk þess
rekast þá lika fiskhrogn og fiskseiði með fallinu. Pa r sem
kaida og volga vatnið mætast fyrir norðan iand seinni hluta
sumars safnast mikið saman af ýmsu reki og verður þar
mikið æti fyrir fisktorfur þær, sem þangað sækja.

Langalgengasta krabbadýrið i reki þessu er Calanus
finmarchicus, sem Norðmenn kalla »rauðátu« eftir litnum;
smádýr þetta er afarþýðingarmikið fyrir fiskiveiðar
Norð-manna og Islendinga. Stundum er svo mikið af smá-

þeirra og lífsskilyrði á unga aldri o. s. frv. Rannsóknir Norðmanna
á Norðurbafi hafa lika gefið ýmsar h>endingar um sitthvað er snertir
höfin kringum Island. Stórþjóðirnar: Englendingar, Frakkar,
Pjóð-verjar og Amei’íkumenn, sem mest fiska við Island og mest not hafa
af þessum rannsóknum, hafa ekkert gjört til að auka þekkinguna í
þeim greinum, þeir munu |>vkjast hafa í mörg önuur liorn að líta.
Islendinga sjálfa vantar eðlilega bæði fé og menn til slíkra
rann-sókna og svo allar vísindalegar stofnanir. Bjarni Sæmundsson hefir
þó haldið uppi heiðri landsins með því árlega að safna fróðleguin
skýrslum um fiskiveiðar og athugunum um fiskategundir og
lifnaðar-tiætti þeirra; hefir liann með þessu gjört vísinduuum og
atvinnuveg-unum mikið gagn; auk þess hefir liann gefið bendingar um tilhögun
á rannsóknum þeim, sem framkvæmdar voru á skipinu „Thor". Sbr.
Andvari 1905, bls. 112-118.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0539.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free