- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
530

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

t

530 Fiskai-.

kringum alt land. Með rannsókn á rekinu hafa opnast nýir
heimar fyrir vísindin og mun þess langt að biða að þeir
verði fullkannaðir.

Hafið kringum Island er mjög auðugt af fiskum, sem
kunnugt er, þó er það ekki tegundafjöldinn. sem mestu
ræður, heldur einstaklingafjöldinn, tiltölulega fáar tegundir
fylla sjóinn með miljónum einstaklinga. Það eru almenn
fvrirbrigði lifsins á jörðunni, að tegundum fjölgar yfirleitt
þvi nær sem dregur miðjarðarlinu, en einstaklingar fárra
tegunda mynda þvi stærri hópa og félög sem norðar dregur.
Öll hin lifandi náttúra á íslandi ber menjar þess, að landið
liggur á takmörkum kuldabeltisins og hins tempraða beltis,
en takmörkin eru glöggust í sjónum, sem fyr gátum vér,
vegna hinna köldu og heitu strauma, og svo er hryggurinn
neðansævar nokkurskonar þröskuldur eða slagbrandur milli
tveggja rikja. Sjódýralifið fyrir sunnan Island hefir i raun
róttri miklu suðlægari blæ en við mætti búast eftir legu
landsins og allmargar fiskategundir úr heitum höfum,
eink-um djúpfiskar, nálgast Island mjög og sumir fiækjast
jafn-vel alveg upp að ströndum. Fyrir norðan Færevjahrygginn
er sjódýralifið alt annað og ber með sér glögg
ætternis-einkenni og útlit þeirra flokka, sem eingöngu hafast við i
köldum sjó.2)

r) Ove Paulsen: Plankton-Investigations in the waters round
Ice-land in 1903 — 1904. (Meddelelser fra Kommissionen for
Havundersö-gelser, Serie Plankton, Bind I, nr. 1 og 8). Wandel, C. F. og C.
Osten-feld: Iagttagelser over Overíiadevandets Temperatur, Saltholdighed
og Plankton paa islandske og grönlandske Skibsruter i 1897,
Köben-liavn 1898, 8°. De internationale Havundersögeiser 1902-1907, Kbh.
1908, 8°, (Skrifter udg. af Komm. f. Havund. nr. 4).

2) Hingaö til hefir þekkingin um íslenzka fiska verið mjög
ófull-komin og í molum, en nú hefir Bjarni Sœmundsson safnað sínum
niörgu athugunum um fiskalífið og fiskategundirnar við strendur
Is-lands í ágæta bók og |>ar við bætt öllum athugunum annara:
Over-sigt over Islands Fiske med Oplysninger om deres Forekomst,
vigtig-ste biologiske Forhold og ökonomiske Betydning, Kbhavn 1909, 140
bls., 8° (Skrifter udg. af Kommissionen for Havundersögelser, Nr. 5);
með j)essu riti hefir Bj. Sæm. grundvallað fiskafræði Islands. Að því
er snertir upplýsingar um íslenzkar fiskategundir og lifnaðarhátt þeirra,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0542.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free