- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
531

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fiskar.

531

Við ísland hafa nú alls fundist 109 fiskategundir með
vissu,1) af þeim eru 30 tegundir mjög algengar, 21 tegundir
fremur algengar, 17 tegundir má telja fremur fáséðar, en
41 tegund fiska eru sjaldgæfar. Helmingur tegundanna á
þvi beinlinis heima við Island, en hinir eru aðkomandi,
liækjast hingað stöku sinnum, eða eru djúphafsfiskar, sem
halda sig vanalega úti i reginhafi langt niðri i sjó, þó þeir
stundum slæðist upp að ströndum landsins. I þessu riti
hefir áður verið getið um grunnsævispallinn kringum
Is-land (I, 9—13), og takmarkast brún hans af 100 faðma dýpi,
en þaðan hallast hann, fyrir sunnan land, með snöggri brettu,
niður að úthafsdjúpinu. Peir fiskar, sem veiðst hafa á
grunn-sæv-ispallinum fyrir innan takmarkalinu 200 faðma, eru taldir
islenzkir, en það kemur fyrir að ýmsir djúpfiskar, sem eiga
heima utar og neðar, við og við slæðast upp i grynnri sjó.
Straumar geta lika borið fiska að landinu úr fjarlægum
höfum, svo það eru öll líkindi til, að tala hinna fágætu
fiska smátt og smátt aukist.

Af fiskum, sem lifa í djúpum sjó við Island og sem
óefað verður að telja til hins islenzka dýrarikis, má nefna
nokkra. Keilan (Brosmius brosme) er algeng á 100—500
faðma dýpi, svartaspraka (Hippoglossus Mppoglossoides)
held-ur sig á 100—550 faðma dýpi og almennar flyðrur (Hippo-

hefi eg í öllu verulegu tylgt þessu riti. Auk þess heíi eg notað Johs.
Schmidt: Fiskeriundersögelser ved Island og Færöerne 1903, Kbhavn
1904, 148 bls., 8° (Skr. udg. af Kom. for Hav. Nr. 1) og Joli. Hjort:
Fiske-rier og Hvalfangst i det nordlige Norge, Bergen 1902, 251 bls., 8°, og
nokkrar minni ritgjörðir; ennfremur hefi eg eðlilega notað hinar
mörgu fróðlegu og gagnlegu skýrslur Bj. Sæmundssonar um íiskiveiðar
í Andvara. I Skýrslu hins ísl. nátturufræðisfél. fyrir 1891 reit Benedikt
Gröndal: Islenzkt fiskatal, bls. 41—57. Af eldri ritum má helzt nefna
Fr. Faber: Naturgeschichte der Fische Islands, Frankfurt a. M. 1829,
4°, þó það sé mjög ófullkomið. Annars er allra rita um íslenzka fiska
getið í hinni fyrnefndu fiskafræði Bj. Sæm. og svo í Landfræðissögu
Islands, IV. bindi.

’) í fiskabók Bjarna Sæmundssonar (1909) eru taldar 106 tegundir,
en hann hefir skrifað mér, að síðan hafi náðst 3 nýjar tegundir, sem
ekki eru taldar með íslenzkum fiskum í bók hans: hafáll (Conger
vul-garis), Lycodes Fsmarki og Macrurus Fabricii.

.34*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0543.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free