- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
533

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

533

engin samganga er á milli beggja djúphafspollanna, enda eru
hitastigin alt önnur fyrir norðan og sunnan. Fyrir norðan
hrygginn er hitastigið altaf fyrir neðan frostdepil frá botni
upp að 300 faðma dýpi, en f}’rir sunnan er hiti jafnan niður
að botni fyrir ofan frostmark. Dýralífið beggja megin við
hrygginn var nákvæmast rannsakað á Ingólfs-leiðangri Dana
1895—96.

Fyrir sunnan hrygginn er i djúpinu mikill fjöldi fiska
af ættinni Macruridœ og einkenna þeir sérstaklega hið
suð-læga djúp, þar eru einnig smáar laxasildir (Cyclothone
mi-crodon) mjög algengar, þá eru þar líka djúpþorskar af
kynj-unum Haloporphyrus og Antimora, álmyndaðar tegundir af
kynjunum Synaphobranchus og Nettastoma, vmsar
einkenni-legar marhnútstegundir og fieiri djúphafsfiskar. Meginþorri
þessara tegunda hafði fyr aðeins veiðst á miklu suðlægari
breiddarstigum, við Azoreyjar, Vestindí og Brasiliu, en nú
kom það i ljós, að fiskar þessir hafa útbreiðslu neðansævar
alt norður að íslandshrygg. Fyrir norðan hrygginn er
fiskalífið i djúpinu alt annað, þar eru álabrosmurnar
(Ly-codes) algengastar og einkennilegastar; þó fiskar af sama
kyni séu lika til fyrir sunnan hrygginn, þá eru það þó
aðrar tegundir. I norðurdjúpinu virðist tegundin Lycodes
frigidus að vera einna algengust. Af öðrum einkennilegum
fiskakynjum, sem aðeins lifa i norðurdjúpinu, má nefna
Bhodichthys regina og tegundir af Paraliparis, Liparis og
Cottuncúlus\ þar er ennfremur i djúpinu skötutegund ein
(Piaja hyperborea), sem grynst, og næst Islandi, hefir fundist
á 455 faðma dýpi, 14 milur fyrir austan Langanes. Niður
i kalda djúpið ná líka svartaspraka (Hippoglossus
hippo-gtossoides), tistrendingur (Agonus decagonus) og nokkrir aðrir
fiskar, sem lika lifa neðarlega á grunnsævispallinum.

Fiskarnir eru sem kunnugt er fiestir mjög hvatar og
hreyfanlegar skepnur, sem sjaldan liafa fastan samastað og

Hector F. E. Jungersen: Fra Ingolf-Expeditionen. (Geografisk
Tidsskrift XIV, 1897, bls. 36—44). Ad. S. Jensen: Icthyologiske
Stu-dier. (Vidensk. Meddel. fra Nat. Forening, 1901, bls. 191—215).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0545.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free