- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
539

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

539

strendur íslands. Margar aðrar íiskategundir gjóta einnig
i volga sjónum og ekki annarstaðar við strendur Islands;
þar gjóta auk þorsksins isa, upsi. lýsa, spærlingur, sild,
þykkvafiúra, langflúra, stórkjafta, broddmús, græni
mar-hnútur, urrari og karfi. Norðan og austanlands eingöngu
gjóta tiltöiulega fáar tegundir, helzt norrænir
marhnúts-fiskar, tistrendingur, Triglops Pingélii og Artediellus
uncina-tus og svo flekkjasili. Svo eru nokkrar flskategundir, sem
sævarhitinn ekki virðist hafa nein veruleg áhrif á, þeir
gjóta kringum alt land bæði i köldu og volgu vatni. Þetta
eðli hafa loðnan, trönusili, almennir marhnútar, skrápkolar,
skerjasteinbitur og sogfiskur (Liparis linoatus). Af þeim
fisk-um, sem i volgu vatni gjóta, eiga flestir syndandi hrogn.
aðeins þrjár tegundir botnföst egg (sild, marhnútur,
brodda-mús). en af öllum þeim tegundum, sem hrygna i köldum
sjó eingöngu, eru hrognin botnföst og af þeim tegundum
lika, sem hrygna kringum alt land, þar er skrápkolinn
eina undantekningin, hrogn hans eru syndandi. Hreyfileiki
eggjanna stendur þvi i einhverju sambandi við sævarhitann;
menn hafa lika tekið eftir þvi i öðrum löndum, að þeir fiskar,
sem þar hrygna á vetrum, hafa föst egg, en þeir, sem gjóta
á sumrum, hafa syndandi egg.

Æxlunareðli þorsksins hefir verið nákvæmast rannsakað,
af þvi fiskur þessi hefir svo afarmikla þýðingu fyrir atvinnu
ýmsra þjóða. Porskurinn hefir mikla útbreiðslu i
Atlants-hafi norðanverðu; suður á við nær svæði þorskanna að
miðju Frakklandi (nálægt 45° n. br.). en þar eru þeir
sjald-gæfir, svo fjölgar þeim þegar norðar dregur og eru
algeng-ir fram með vesturströndu Evrópu upp til Spitzbergen og
austur i Hvitahaf. Vestanhafs veiðast þeir á svæðinu frá
Kap Hatteras (um 35° n. br.) norður að suðurhluta
Græn-lands; mest er af þeim við Noreg (Lofoten), Færeyjar,
Is-iand og New Foundland; þorskarnir virðast yfirleitt halcla
sér að hinum svalari svæðum i Golfstraumsvatninu. 1
Kyrrahafinu eiga þorskarnir heima á stöðvum með svipuðu
eðli, frá norðurtakmörkum Bandarikja tii okotska hafsins
og norðurhluta Japanseyja; þar er einmitt sambland heitra

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0551.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free