- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
554

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

554

Fiskai-.

mjög mikið stunduð, einkum við Faxaflóa og Breiðafjörð,
nokkuð á Vestfjörðum, við Húnaflóa og Eyjafjörð. I
byrj-un 19. aldar hófst hrognkelsaveiði til muna við Faxaflóa;1)
á Eyjafirði var á striðsárunum 1807—14 mikill
matvöru-skortur, þá var hrognkelsaveiði stunduð þar af miklu kappi,
enda var þar þá mikið af hrognkelsum og voru þau flutt i
lestaferðum upp i sveitir.2) Pess er getið að eftii* harðindin
1756—57 hafi menn alment norðanlands farið að leggja net
fyrir hrognkelsi, en það var mjög óviða gert áður.3)
Hrogn-kelsi eru mjög viða höfð til matar, rauðmagar etnir nýir
eða reyktir, grásleppur helzt saltaðar, signar eða þurkaðar;
innýflin (ræskni) eru mjög mikið notuð til þorskabeitu.
Sórstök hrognkelsategund (Cyclopterus spinosus), sem á heima
við Grænland og Spitzbergen, veiddist 1820 á Dýrafirði, en
hefir ekki sózt síðan; undarlegt að þessi tegund skuli ekki
sjást oftar, þvi hún er algeng i þaranum á austurströndu
Grænlands við Angmagsalik.

Af sogfiskum (Lipciris) hafa tvær tegundir fengist við
Island (L. Montagui og L. lineatus), er fyrri tegundin
frem-ur algeng við suðvesturlandið á grunnum sæ og uppi i
fjörum, hin er sjaldsóðari, en veiðist þó hór og hvar
kring-um alt land; báðar tegundir hrygna við Island. Af kyninu
Gobius (Kutlinger) hafa fundist seiði af tveim tegundum
fyrir sunnan og vestan land, en ekki fullorðnir fiskar enn
þá; eins hafa fundist seiði af Callionymus lyra við
Yest-mannaeyjar. Steinbiturinn (Anarrhichas luptis) er alþektur
á Islandi, einkum þó á Vestfjörðum, þar er hann mjög
al-gengur frá Látrabjargi að Isafjarðardjúpi, en annars verður
hans víða vart í kringum land alt. Steinbiturinn heldur sig
á öllu dýpi, frá 5—70 faðma, og dýpra fer hann á vetrum.
Hann er ákaflega vel tentur, sem kunnugt er, og lifir á

Minnisverð tiðindi II, bls. 426—427.

2) Eftir sögn Porsteins Daníelssonar á Lóni. Vorið 1869 töpuðust
af hafísreki við Tjörnes hátt á annað hundrað hrognkelsanet, svo
mikil veiði hefir |>á verið þar. (Norðanfari VIII, bls. 58).

3) Annáll Magnúsar Péturssonar á Höskuldsstöðum. Hdrs. Bmf.
nr. 149, 4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0566.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free