- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
556

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

556

Fiskai-.

við ísland, einkum á suðvestur- og vesturströndum, liggur
á sumrum um fjöru oft í þara og þangi á þurru; hinir
full-orðnu fiskar halda sig þó oft dýpra og eru algengir i
þorsk-mögum frá 20—40 faðma dfpi. Skerjasteinbiturinn lifir mest
á ýmsum krabbadýrum, en þorskar eta þá og teistur. Mjóni
eða lönguseiði (Lampenus Jampetriformis) eru algeng
kring-um alt land, oft á 50—70 faðma dýpi og finnast alloft i
þorskmögum, einkum fyrir norðan; flekkjasili (L. maculatus)
eru lika algeng fyrir norðan land, seiði þessarar tegundar
lifa aðeins i kalda sjónum fyrir norðan og austan, en
mjóna-seiðin hafa fundist kringum alt land. Carelophus Ascanii
er sjaldgæfur fiskur við Island, en seiði hans allmörg hafa
fundist við Vestfirði og Vestmannaeyjar. Af kyninu
Lyco-des (álabrosmur), sem mikið er af í norðurhöfum i djúpsjó,
hafa fundist tvær tegundir við Island: Lycodes Vahlii og L.
EsmarJci; fyrri tegundin er fremur algeng við Norður- og
Austurland og við Vestfirði, en sjaldgæfari suðvestur af
landinu. Alabrosma þessi er notuð til beitu i Arnarfirði
og kölluð þar »mjóri«, hún er 10—13 þuml. á lengd og
kemur sjaldan upp fyrir 30 faðma dýpi. Það er sérstakt
afbrigði sem býr i Islandshöfum, en önnur tvö afbrigði
eiga heima við Grænland og Skandinaviu, er það afbrigði,
sem við Grænland lifir, stærst og mest þroskað, minna
nokkuð hið islenzka og minst við Skandinaviu.x) Hin
teg-undin (L. Esmarki) hefir náðst einu sinni við Island, djúpt
i Eyjafjarðarál út af Siglunesi,2) i ágúst 1909. Tvær
teg-undir af sama kyni (L. pallidus og L. frigidus) hafa veiðst
á miklu dýpi austur af Langanesi.

t’orskurinn (Gadus callarias) kemur i ógurlegum grúa
að ströndum Islands og er eitt aðalheimkynni hans i
höf-unum þar i kring. Göngur hans eru þó mjög breytilegar,
svo fiskiveiðarnar verða mismunandi eftir árstimum, æti
og ýmsum ki’ingumstæðum, sem oft er örðugt að greina.
Porskurinn hrygnir, einsog fyr var getið, á útmánuðuin og

1) Ad. S. Jensen í Vid. Meddel. Naturh. Foren. 1901, bls. 202-204.

2) Skýrsla náttúrufræðisfél. 1911, bls. 32—33.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0568.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free