- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
557

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

557

vorin fyrir sunnan og vestan land; þegar gottíminn er
lið-inn halda sumir til djúps, en aðrir vestur og norður fyrir
land. Um sama tíma koma miklar torfur af trönusilum
upp að ströndum, einkum sunnantil i Faxafióa, leggjast
þorskar og isur þar að æti og helzt þvi allmikið af þorski
á þessu svæði alt sumarið; sumar og haust er lika vanalega
nokkur þorskveiði i Grindavik, utantil á Breiðafirði og i
ísafjarðardjúpi Mestur hluti þorskanna fer þó norður fyrir
og gengur upp að ströndum Norðurlands i mai og júni,
en úti á djúpmiðum er þar þó vanalega nokkur þorskveiði
þegar i aprilmánuði. Yið Austfirði byrja þorskgöngurnar
oftast á grunnmiðum seint i júni eða i byrjun júlimánaðar,
en sunnantil fiskast þó stundum á djúpmiðum i aprilmánuði.
Pegar sjórinn fer að kólna á haustin, fer þorskurinn burt,
en þó koma stundum miðsvetrargöngur af stórþorski að
Norðurlandi. Þorskur er oftast veiddur á 20—120 faðma
dvpi, en annars lifir hann á allskonar dýpi niður að 350
föðmum; hann heldur sig oftast í miðjum sjó eða uppi við
yfirborð til að ná í æti, loðnu, sild, trönusili og krabbadvr.
Porskar geta orðið mjög stórir, töluvert yfir 2 álnir á lengd,
hinir þyngstu, sem vegnir hafa verið, voru 80 pund, en slíkir
golþorskar eru fágætir;vanalega er fullorðinn þorskur rúm
alin á lengd, upp að ll/-2 alin; minni þorskar, 17—24 þuml.,
eru kallaðir stútungar og 10—17 þuml. fiskar þyrsklingar.
Þorskar eru oftast mjög gráðugir og eta nærri alt ætilegt
sem þek geta náð i; á vorin eta þeir mest loðnu, sild og
trönusili og loðnan virðist sérstaklega vera uppáhaldsfæða
þeirra. Hinn svokallaði »netaþorskur« er mjög feitur
þorsk-ur, en engin sérstök þorskafbrigði.2) Sumar og haust munu
þorskar mest lifa á trönusilum, þeir er grunt ganga, en á
dýpra sjó eta þeir mest krabbadýr og ýmsa smáfiska, orma,

f #
’) I Minnisverðum tíðindum I, bls. 251, stendur: „I Fáskrúðstirði.

bvar venjulega aflast aðeins styttingsfiskur, fekkst jafnaðarlega á út-

mánuðum 1797 svo stór fiskur, að ei þóttu fleiri en 4 af þvílíkum

leggjandi á fullfeitan hest, eður 2 fiskar hvorumegin, en urðu þó að

brytjast sundur, svo ekki drægjust með jörðu".

2) Bjarni Scemundsson: Um netaþorsk. (Andvari 1905, bls. 125- 130).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0569.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free