- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
559

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

559

Tsan (Gadus œglefinus) er algeng kringum alt land, þó
er fullorðni fiskurinn af þessari tegund langalgengastur
fyrir sunnan land; mest mergð af isu kvað vera suður af
Ingólfshöfða og víðar fyrir utan mynni stóránna og á
Faxa-flóa. Isan heldur sig mest á .leir- og sandbotni á 10—20
faðma d/pi, á vetrum legst hún dýpra, 40—60 faðma, en
snýr aftur i grynnra sjó eftir hrygninguna og eltir þá
sand-síli. loðnu og smásild; kemur hún vanalega inn að
strönd-um og á firði 2—3 vikum síðar en þorskurinn. Stórisan er
23—32 þuml. á lengd, miðlungsisa 17—23 þuml. Auk þess
að isan etur smáfiska, sem fyr var getið, lifir hún lika
mik-ið á smáum skeldýrum og sævarormum, krabbadýrum o. fl.
botndýrum, heldur sig því oftast við botninn. Isan hrygnir
aðeins i volga sjónum suðvestan við landið i april og mai
og rekseiði hennar flytjast með straumnum norður fyrir og
yfirleitt eru lifnaðarhættir þorsks og ísu svipaðir. Seiðin
fara að leita botns i miðjum júli og lifa alment dýpra en
þorska- og ufsaseiðin. Isan er mjög mikið veidd á lóðir;
stórisan er vanalega söltuð og gengur i verzlun, en smærri
isur eru algeng fæða margra manna við sævarsiðuna. Lýsa
(Gadus merlangus) er algeng við Suður- og Yesturland og
á yngra skeiði fyrir norðan og austan, er i lifnaðarhætti
svipuð isu og oft saman við hana. Fullorðnar lýsur eru 15
—20 þuml. langar, stundum stærri, alt að 26 þuml., þær
hrygna á vorin i volga sjónum og lifa á silum,
krabbadýr-um o. fl.1)

Ufsi (Gadus virens) er mjög algengur kringum alt land,
en er þó algengari við Suðvesturland en nyrðra og ej^stra.
Ufsarnir halda sig oft i stórum torfum á yfirborði; við
suð-vesturhorn landsins kemur fjöldi af ufsum i febrúarmánuði
og veiðist þar fram i október, i aprilmánuði koma ufsarnir
norður, oft saman við sild. Stórufsar geta orðið l1 2 alin á
lengcl, þeir eta síli, krabbadýr o. fl., gjóta i lok
febrúar-mánaðar fyrir suðvestan land i volga sjónum; i júnimánuði

r

x) Merluccius vulgaris hefir nýlega veiðst. við Island, 1910, í
Eld-eyjardjúpi á 80-90 fáðma dýpi. (Skýrsla náttúrufrf. 1911, bls. 33).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0571.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free