- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
564

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

564

Fiskai-.

lit, svo örðugt er að sjá þá, nema þeir hreyfi sig.
Skar-kolar hafa litið verið veiddir af íslendingum og aðeins til
heimilisbrúkunar, helzt i kaupstöðum. I Alftafirði og Lóni
eystra og i Hornafirði hafa þó lengi verið töluverðar
lúru-veiðar, en skarkolar og sandkolar eru þar einu nafni
kall-aðir lúrur; þær hafa stundum verið hertar og geymdar til
vetrar.

Sandkoli (Pleuronectcs limanda) er mjög algengur
al-staðar með ströndum Islands inni í vikum og fjörðum og
líka nokkuð dýpra, alt að 60 föðmum; á vetrum flytja þeir

H. Kröyer.

186. mynd. Geirsíli (Scombresox).

sig nokkuð fi’á ströndu. Sandkolar eru minni en
skrápkol-ar, vanalega 8—12 þuml., þeir lifa á sævarormum,
kröbb-um og skeldýrum og eta stundum rauðþörunga; þeir gjóta
kringum alt land, á voi’in syðra, en seinna fyrir norðan.
Tvær kolategundir óalgengari: þykkvaflúra (Pleuronectes
mi-crocephalus) og langflúra (PJ. cynoglossus) hafa veiðst hér og
hvar kringum land og eru lifnaðarhættir þeirra svipaðir
hinna kolanna. Stórkjafta (Zeugopterus megastoma) er
nokk-uð algengur fiskur sunnanlands frá Dyrhólum til
Snæfells-ness, en einkum við Yestmannaeyjar, á 50—80 faðma dýpi.
þó stundum grynnra. Seiði af skyldri tegund (Z.norvegicus)
hafa fundist við Suðurland og sumstaðar vestra og nyrðra.
Geirnefur eða geirsíli (Scombresox saurus) rekur stundum á
Suðurlandi og af hornfiski (Belone acutus), sem líka er
kallaður geirnefur, segir Eggert Olafsson að svo mikið hafi
veiðst syðra 1701, að 10—12 komu í hlut. Geirnefarnir eru

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0576.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free