- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
571

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

571

Breiðafirði hélzt veiði þessi fram á 19. ölcl.1) Háfur
(Squa-lus acanthias), 34—38 þuml., er algengur fiskur við Island,
en þó er mikið minna af honum fyrir norðan og austan en
fyrir sunnan og vestan. A sumrum eru háfarnir oft i
stór-um torfum við Suðurland á grunnum sjó, en fara burt frá
ströndu á vetrum út á meira dýpi; um æxlun háfsins vita
menn litið, liklega gýtur hann i rúmsjó, en fer inn að
ströndum til að ná í fæðu, þeir eta nærri eingöngu fiska,
mest ísu. Háfurinn er aðeins notaður til matar i
harðind-um. hann þykir óhollur og er þess oft getið að menn hafi

192. myncl. Hámeri (Lamna cornubica).

cláið af háfsáti; dálitið af lýsi fæst úr lifrinni, roðið er
notað til að fægja með, háfshornin stundum i tannstöngla.
Prjár djúpháfategundir af kyninu Centrophorus hafa náðst
nærri Yestmannaeyjum Rauðháfur (C. squamosus), rúmar 2
álnir á lengd, er þar töluvert algengur á 150—500 faðma dýpi,
það er suðrænn djúpfiskur, sem áður var kunnur frá
strönd-um Portúgals og Madeira og hefir nokkuð alment verið
veiddur þar syðra og etinn; háfur þessi lifir á keilum,
blá-löngum og öðrum djúpsævarfiskum, sem lifa á svipuðu dýpi.3)
Tvær aðrar tegundir, C. calceus og Porsteinsháfur (C. n. sp.)

Bjarni Sœmundsson: Om Brugdens Forekomst ved Island i
senere Tid. (Vid. Medd. Naturh. Foren. 1899, bls. 420—424). E. Ól.,
Eejse, bls. 988- 989.

2) Bjarni Sæmundsson og Ad. S. Jensen í Vid. Meddel. Naturh.

Foren. 1899, bls. 409-419.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0583.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free