- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
573

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

573

bæði á opnum skipum og þilskipum,1) en nú hefir
hákarla-útgerð mikið minkað á seinni árum. Ur vænum hákörlum
fást U/a—2 tunnur lifrar, stundum alt að 3^/s tunnu;
há-kariinn er kasaður og nokkuð notaður til manneldis,
eink-um á Yestfjörðum og þó sérstaklega á Ströndum,
skrápur-inn er stundum hafður i skó, en þykir lélegt skóleður.2)

Skata (Eaja batis) er algeng kringum alt land á
leðju-og sandbotni. oftast á allmiklu dýpi, alt niður að 300
föðm-um; vor og sumar koma skötur nær ströndu, ungir fiskar
upp á 10—15 faðma dýpi; á haustin fara þær aftur niður á
djúpið. Skötur lifa á fiski, trönusilum, sild, skrápkola,
smokkfiskum, krabbadýrum o. fi. Eggjahylki skötunnar eru
kölluð Pétursskip eða Pétursbuddur, þær gjóta á
útmán-uðum, en annars vita menn lítið um æxlunareðli þeirra.
Skata er víða veidd, helzt á Suðurlandi og Vesturlandi, og
er etin kösuð, söltuð eða hert. Tindabikkja (Iiaja radiata)
er einnig algeng kringum alt land, en heldur sig vanalega
grynnra en hin almenna skata, algengust á 15—40 faðma
dýpi, en gengur bæði enn grynnra og miklu dýpra (alt að
150 föðmum). Tindabikkjan lifir lika á fiskum og
krabba-dýrum, gýtur á sumrum (júni til ágúst) og lifir ungviðið á
sama svæði sem fullorðnu fiskarnir. Náskatan (Raja
fullo-vica) er nokkuð algeng á 20—200 faðma dýpi við
Suðvest-urlandið, oftast á 60 föðmum, og mun vera algengust
kring-um Vestmannaeyjar. Dröfnuskata (Baja clavata) hefir
að-eins einu sinni veiðst við Vestmannaeyjar (1901) á 50 faðma

Um hákarlaveiði: Eggert Ólafsson: Rejse, bls. 493—94, 597, 695.
O. Olavius: Oekon. Rejse, bls. 91—97, 337—41 og víðar. Bjarni
Sæ-mundsson í Andvara 1899, bls. 79; 1901, bls. 122—124; 1903, bls. 129—
130. Dansk Fiskeritidende 1903. Olafur Davíðsson í Andvara 1886.
bls. 40—43. A. Feddersen: Paa islandsk Grund, Kbhavn 1885, bls.
66—73,( o. fl.

2) I gömlu Vísnabókinni (1748, bls. 201) stendur:
Sumir báru silke og skrúð,
sópuðu alt úr kaupmannsbúð,
en aðrir gengu á hákarlshúð
og héldu á beining sinni, o. s. frv.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0585.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free