- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
576

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

576

Skordýr.

uppstandandi vængir hindra þau í að skriða inn í
steina-rifur og undir steina einsog næturfiðrildin gera.
Skinn-vængjuð skordýr (orthoptera), engisprettur og þesskonar
vantar alveg. Skordýralifið virðist vera svipað þvi, sem er
i hinum köldu norrænu löndum og tegundirnar eru yfirleitt
hinar sömu sem á Lappiandi, Grænlandi og Labrador.

Af bjöllum er talið að til sé 81 tegund og ýmsar
teg-undir eru algengar, svo þær hafa fengið isienzk nöfn, t. d.
jötunuxar (Staphylinidæ) af ýmsum kynjum (Honialota,
Que-dius, Lathrobium), járnsmiðir (Carabidœ)-, af báðum þessum
ættum eru margar tegundir; mariuhæna (Cocinella
septem-punctata), hnöttótt, lifrauð með svörtum blettum, er ekki
óalgeng, og ranabjöiiur (Curculionidœ) eru sumstaðar mjög
algengar, þá þekkja allir brunnklukkurnar (Dytiscidæ) og
lirfur þeirra, sem eru kallaðir vatnskettir. Auk þess eru
mörg önnur kyn og tegundir algengar, þó þeim sé litil
eftirtekt veitt og engin nöfn gefin. Af æðvængjuðum
skor-dýrum (hymenoptera) þekkjast 69 tegundir, þar á meðal
hun-angsfiugur eða villibýflugur og margar smáar vesputegundir.
Af fiðrildum (lepidoptera) eru taldar 33 tegundir, af
nátt-fiðrildum (Noctuæ) 9 tegundir, af Geometridæ 10 tegundir,
af smáfiðrildum (Microlepidopteræ) 14 tegundir. Margar
teg-undir islenzkra fiðrilda eru ákaflega breytilegar að útliti
(einsog t. d. Hadena exidis). Mölflugan (Tinea rusticella) er
algeng i húsum og er vist aðflutt, iiklega þegar með
land-námsmönnum, einsog mörg önnur skordýr. Almenningur
gerir ekki mikinn greinarmun á fiðrildum, nefnir
kaup-mannsfiðriidi, grasfiðrildi, gestaflugur o. s. frv. Lirfan af
grasfiðrildinu (Charaeas graminis) hefir oft gert skaða á
Is-landi, einkum i suðursýslum, þegar timgunin með köflum
hefir orðið mjög mikil. Fiðrildin verpa i júli og ágúst, helzt
þar sem snarrótarpuntur er, þvi hann er aðalfæða maðksins,
hann etur grösin niður við rótina, snarrótarpunt eingöngu,
ef nóg er af honum, en annars önnur túngrös, viðkoman
er afarmikil og getur maðkurinn eyðilagt stórar lendur.l)

’) Eivar Helgason: Grasmaðkur. (Búnaðarrit 1910, bls. 192—206).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0588.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free