- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
577

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Skordýr.

577

G-rasmaöksins er oft getiÖ og er þá kallaö að *rignt hafi
ormi«. 1608 >eyddi tvo bæi fyrir austan af ormi þeim, er
menn kalla rigni«. 1653, »þá var maðkur mikill i jörðu
undan sumri og hvitnaði hún öll og spiltist við«.x) 1701
er þess getið i Hestsannáli og öðrum annálum, að rignt hafi
ormi frá Lónsheiði alt i Hvolhrepp, »hann át gróður og
gras. gjörðist þar af skaði mikill, litill var hann i fyrstu, en
þróaðist skjótt er kom á jörð og kendi á gróða, unz hann
varð sem hálfur mannsfingur«. Arið eftir (1702) er lika sagt
að hafi rignt ormi sem fyr í austursveitum.2) 1776 getur
Olavius um grasmaðk i Fnjóskadal3) og 1791 talar Sveinn
Pálsson um grasmaðk i Borgarfirði og voru þar grafnir
skurðir fyrir hann. sem hann komst ekki upp úr.4) 1821
gerði grasmaðkurinn mikinn skaða i Skaftafellssýslum,5) og
1852 og 1853 var grasmaðkur mikið til meins á Norðurlandi.
einkum i Eyjafirði, og á Austurlandi.6) Sumarið 1869 var
grasmaðkurinn hrein landplága i Arnessýslu. einkum i
Gnúp-verjahreppi. og ofantil i Rangárvallasýslu,7) og i þeim
sýsl-um hafa grasmaðkar oft síðar gert töluverðan skaða með
köfium.

Af fiugum (diptera) er ákafiega mikið til á Islandi, af
þeini þekkjast 110 tegundir og einstaklingamergðin er
ógur-lega mikil. Húsflugur, mykjuflugur, maðkaflugur eða
fiski-flugur, hrossaflugur o. fl. flugur eru alþektar. Maðkaflugur
fara mjög viða og sjást á hæstu öræfum og efstu fjallatindum;
húsflugur eru nú orðnar uppvisar að þvi, að þær oft bera
með sér næma sjúkdóma og geta þannig gert mikið mein.
Mest verða menn varir við mýið, bæði rykmýið (Culex) og
bitvarginn (Simulia); það getur oft orðið slæmt kvalræöi
fyrir menn og skepnur nærri ýmsum vötnum, einkum viö

») Árb. Esp. V, bls. 121: VI. bls. 149.

2) Hestsannáll, Hdrs. J. S. nr. 39 Fol.

s) Oekonomisk Rejse, bls. 564—565.

*) Naturhistorie Seiskabets Skrivter 1, 2, bls. 227—228.

») Klausturpóstur IV, bls. 118. 203.

°) Norðri I, 1853, bls. 4, 40, 52.

7) Norðanfari VIII, bls. 72.

37

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0589.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free