- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
578

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

578

Skordýr.

Mývatn og í Laxárdal og við Þingvallavatn og Sog ofantil.
einnig við mörg önnur vötn bæði í bygðum og á liálendi,
sjálft er það til fæðu fyrir silunga og fugla. Við Mývatn
er sagt, að mývargurinn komi upp tvisvar á sumri eða
jafnvel þrisvar; fyrst kemur hann þegar vel er leyst af
vatni á vorin og helzt fram i júlíbyrjun, svo er hlé, en þá
byrjar aftur i júlilok eða ágústbyrjun; i verstu
vargsumr-um er varla nokkuð hlé á; í einstöku heitum sumrum
kemur nýtt mý i ágústlok. Eins er sagt við Pingvallavatn,
að þrjár göngur komi af mýbiti árlega, hin fyrsta um
jóns-messuleyti og svo hinar með þriggja vikna millibili.Af
netvængjuðum skordýrum (Neuroptera) hafa fundist 9
teg-undir, þar á meðal 7 tegundir af vorflugum (Phryganidœ):
af vængskiftum skordýrum (Hemiptera) fann Staudinger 8
tegundir, af vatnsblámum (Poduridœ) 6 tegundir og
jafn-margar lúsategundir, en þetta er eflaust aðeins litið af því
sem til er; af dýra- og fuglalúsum (MaUophaga) eru eflaust
til margar tegundir, sem eigi hafa verið taldar eða
ákvarð-aðar. Af fjölfætingum er ein tegund algeng sunnanlands,
einkum undir Eyjafjöllum, margfætla (Lithobius forficuiatus),
getur orðið 2 þumlungar á lengd. Af kongulóm þekkjast
14 eða 15 tegundir, en til eru eflaust margar fleiri. búa
sumar i húsum (Tegenaria, Epeira) og gjöra þar vefi sína
og aðrar i hraunum, einkum nærri vötnum þar sem mikið
er til að veiða af flugum og mýi; sumar tegundir sjást
stöð-ugt hlaupandi á viðavangi, oft með eggjapoka sina, i móum
og holtum, þær eru kallaðar veiðikongulær (Lycosoidæ), af
þeim hafa fundist 6 tegundir og er Lycosa palustris
langal-gengust. Pá er til fjöldi af maurtegundum, steinaiús
fagur-rauð sést viða við sjó og sumar tegundir ráðast á menn og
skepnur, matvæli o. fl.; kláðamaur manna, fjárkláðamaur
og ostamaur eru alþektir. En þessir dýraflokkar, sem nú
gieindum vér, eru alveg órannsakaðir enn.

Aðrir flokkar hinna lægri dýra, sem á landi lifa, eru
fáliðaðir. Af landsniglum og vatnasniglum þekkjast um 30

’) Andvari 1897, bls. 108.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0590.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free