- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
581

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lágdýr í sjó.

581

sæfjaðrir (Pennatulida), þær lifa fiestar i mjög cljúpum sjó.
i Norðurhafinu hefir aðeins fundist ein tegund þeirra
(TJm-bettula encrinus), sem getur orðið ákaíiega stór (6—7 fet).
en fyrir sunnan hrygginn hafa náðst 20 tegundir. Fjórar
sæfjaðrategundir hafa þó að sunnan komist upp á grunn-

r

sævispallinn við Island. hafa náðst á 100 faðma dýpi við
Vestmannaeyjar.Af iguldýrum (Echinoidea) hafa margar
tegundir fundist fyrir sunnan hrygginn, en ekki nema ein
(Pourtalesia Jeffreysi) í djúpinu fyrir norðan.2)

r ’ r

Utbreiðsla sædýranna kringum Island uppi a
grunn-sævispalli og fram með ströndum á ýmsu dýpi er mjög litt
kunn. að þvi er hið einstaka snertir. Það sem ritað hefir
verið í þeirri grein um ýmsa iiokka. er alt ósamanhangandi
og i molum; þar er enn mikið verkefni fyrir
náttúrufræð-inga. í*ó vita menn með vissu, að sædýralifið i heild sinni
er norrænt við Norðurland og Austurland og fremur
fátæk-legt. en suðrænt fyrir sunnan og vestan og tiltölulega mjög
auðugt af tegundum, auðugra en við mörg suðlægari lönd.
Engum dylst það, sem þekkir strendur Islands, að
fjöru-dýralífið er miklu fáskrúðugra fyrir norðan og austan en
fyi’ir sunnan og vestan, og er það eigi aðeins sævarhitinn,
sem ollir þvi, heldur lika hafisinn. sem altaf við og við
skefur þar sævarbotninn næst landi og fjörurnar og
eyði-leggur þaragróður og annað líf, sem verður að fiýja undan
lengra niður i sjóinn. Allmargar fjörudýrategundir, sem
eru mjög algengar við Suðvesturland, sjást ekki nyrðra; af
skeldýrum vantar t. d. Purpura lapillus, Aporrhais pes
peli-cani, Pecten pusio, Mactra elliptica, af kröbbum
strandkrabb-ana (Carcinus mœnas) og viðætuna (Limnoria lignorum), af
íguldýrum Strongylocentrotus dröbachiensis og Cibrella
san-gvinotenta3) o. s. frv. Af hveljupolýpum hefir Bjarni Sæ-

’) H. Jungersen: Pennatulida. (jngolf-Expedit.ioneu V. nr. 1, 1904.
bls. 84).

2) Th. Mortensen: Echinoidea. (Ingolf-Expeditionen IV. 2. 1907.
bls. 180, 187).

’•’) Báðar þessar tegundir lifa þó á nokkru dýpi (50—150 f.) við
Austurland. (J. Schmidt: Fiskeriundersögelser, bls. 18, 19).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0593.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free