- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
583

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Skeldýr.

583

Reykjavík og víðar við Suður- og Vesfcurland, en virðist
ekki geta lifað nyrðra og eystra þar sem kaldara er í
sjón-um.1) Af jafnfættum kröbbum lifa sumar ættir á landi þar
sem raki er, þar undir telst grápaddan (Oniscus), sem nú er
allviða á Islandi i húsum með sagga og slagningi, einkum
kvað hún vera algeng undir Eyjafjöllum og er þar kölluð
gólffió. Sveinn Pálsson segir, að djr þetta sé syðra kallað
múrlús eða gólflió, eystra taðfió og golfa. Eggert Olafsson
getur um smákvikindi þetta og segir að það þá, á miðri
18. öld, hvergi haíi sézt nema norður i Fljótum í
Skaga-fjarðarsjslu og var þar kallað loðpurka, var það ætlun
manna, að hún hefði komið þangað með útlendum vörum,
liklega frá Hollendingum.2) Skelskúfar (Cirripedia) eru
vanalega taldir með krabbadjrum, af þeim hóp eru
hrúður-karlar (Balanus), sem eru svo algengir í fjörumáli, á
bryggj-um og skipum, og helsinganef (Lepas) á rekaviði og viðar.
Af sækongulóm (Pycnogonida) hafa fundist 9 tegundir við
Island, þar af 6 af kyninu Nymphon.3)

Lindýr. Höfuðfætingar (Cephalopoda) eða smokkfiskar
eru taldir efstir og fullkomnastir allra lindjra, þeir fara
lausir og eru margir fardjr. sem halda sig i hópum og elta
þá oft .hvalir, hákarlar og aðrir fiskar. Kolkrabbinn
(Om-matostrephes Todarus), tífættur smokkfiskur, er algengur við
Island og kemur við og við i stórum göngum að landinu,
þó varla árlega eða reglulega; algengastir munu
smokk-fiskarnir vera við Vestfirði og Norðurland og koma helzt
seinni hluta sumars eða á haustum. Kolkrabbinn er ágæt
beita og því þjðingarmikill fyrir íslenzkar fiskiveiðar, hann
er bæði notaður njr og salt.aður. Árið 1698 er þess getið
i Hestsannál, að mikill smokkfiskur hafi rekið nyrðra og
jafnframt verið mikill liákarlsafii. Guðlaugur Sveinsson

l) Bj. Sœm.: Andvari 1904. bls. 115-119. Vidensk. Meddel. Naturh.
Foren. 1903, bis. 52-55.

4) Eggert. Ólafsson: Rejse gjennem lsland, bls. 714. Sveinn
Páls-son: Journal III, bls. 256.

s) F. Meinert: Pycnogonida. (Ingolf-Expeditionen III, 1. 1908, 4°).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0595.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free