- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
584

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

584

Smokktiskar.

prófastur í Vatnsfirði getur þess, að 1772 og 1773 hafi verið
mikill kolkrabbareki á Vestfjörðum og segir hann
smokk-fiskana hlaupa á land með ámátlegu vlfri undan steinbitum
og háfum, sem elta þá.1) A aíiiðnu sumri 1817 rak
ótölu-leg mergð af smokkhski syðra i Faxaflóa, einkum i
Kolla-firði og inn til Sunda.2) I október 1852 var mikil
smokk-ganga á Eyjafirði og rak mest innantil á Oddeyri.3) 1862
rak afarmikið af smokkfiski við Norður- og Austurland, á
Eskifirði. Raufarhöfn, Siglufirði og Eyjaiirði 23. september
og næstu dægur. A Akureyri þakti hann allar fjörur að
vestanverðu frá Oddeyrartanga inn á leirur, »svo undrum
þótti gegna«, sóttu menn utan að heila bvttufarma til beitu
og sveitamenn á 3—6 hesta frá bæ »og ætluðu sumir að
borða hann sjálfir og sumir að gefa hann skepnum.«4) 1869,
fyrstu dagana i október, rak enn fádæmi af kolkrabba á
Eyjafirði við Hrisey, Akureyri og viðar.5) Ollum þessum
smokkgöngum fylgdi hlaðafli af fiski. Arið 1874 rak
fjarska-mikið af smokkfiski við Isafjarðardjúp. í Skutulsfirði og svo
að segja inn i hvern fjarðarbotn;6) eins voru miklar
kol-krabbagöngur vestra 1891 og 1894. og 1901 var í byrjun
sept-embermánaðar óvanalega mikil smokkganga inn á hverja
vik á Hornströndum.7) A Vestfjörðum lærðu menn af
frakk-neskum duggurum að nota sérstaka smokköngla.8)

Af öðrum smokkfiskategundum hafa náðst við ísland
Gonatus Fabricii, Fiossia glaucopis og Octopus arcticus. Sumir
smokkfiskar geta orðið ákaflega stórir. þó eru það líklega
önnur kyn og aðrar tegundir en hinar vanalegu, sem liggja
einhverstaðar og morra í miklu úthafsdjúpi og koma ekki

’) Gudlaugur Sveinsson: Beskrivelse over et Molluscum Sæpia.
(Islandske Maanedstidender I, Hrappsej’ 1774, bls. 54-57).

2) Klausturpóstur I, bls. 7.

8) Noröri I, bls. 5. Norðanfari I, bls. 75.

4) Íslendingur III, bls. 107. Norðanfari I, bls. 69.

5) Noröanfari VIII, bls. 83.

6) Norðanfari XIII, bls. 122.

7) fjóðviljinn V, bls. 118; VIII, bls. 136; XV. bls. 203.

8) Norðlingur II, bls. 129. 154. Norðanfari XVI, bls. 60.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0596.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free