- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
585

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sinokkliskar.

585

nema einstöku sinnum upp á yfirborð eða upp að ströndum
þegar þeir skaddast af einhverjum orsökum. Björn á Skarðsá
getur þess. að 1639 hafi kolkrabba afarstöran, sem hann kallar
sjóskrimsli og lvsir mjög undarlega, rekið á fingevrasandi;
skrokkurinn var á stærð við mannslikama. angarnir voru 2
álnir á lengd, en hinir lengstu 4—5 faðmar (’annar var
slit-inn af).1) I nóvember eða desember 1790 rak stóran
kol-krabba i Arnarnesvík i Eyjalirði: skrokkurinn frá höfðinu
var 31 2 faðmur og svo digur að fullorðinn karlmaður
naum-lega gat náð með handleggjunum kringum ha-nn, lengstu
angarnir voru 3 faðmar.2) Hinn 25. ágúst 1849 rak stóran
smokkfisk á Kleifum i Steingrimsfirði, 8 angarnir voru 21 4
—3 álnir á lengd. en tveir 9 álnir á lengd og 6 þuml. digrir
ummáls; höfuðið að smokkn.um 1 2 alin. augun einsog í
full-orðnum hákarli á stærð. Búkurinn frá hausamótum sivalur
og 3 álna iangur, nokkuð afturmjór og snubbóttur fyrir
endann. þó var þar sem mótaði fvrir litilfjörlegum
skauf-ugga. Smokkurinn var 1 alin 22 þuml. viður og l1 2 þuml.
á þykt.3) Pess er lauslega getið i fréttaskyni 1872, að þá
haii 13 álna langur kolkrabbi rekið á Yatnsnesi. hann hefir
liklega verið 13 álnir út á angaenda.4) Seint á engjaslætti
1879 fanst dauður kolkrabbi í Olafsfirði marandi í kafi 200
faðma frá landi. »Smokkurinn var 3x/4 alin á lengd fram á
fremri röð á höfðinu, en á vidd 21 2 alin. höfuðið frá fremri
smokkröð og fram á nef V2 alin. nefið hér um bil l1 2 þuml.
á lengd, en á breidd fullir 3 þuml., þegar samanlagt var
nelið; annan lengsta angann vantaði. en hinn, sem eftir var

l) Annálar Bj. á Skarðsá 11, bls. 288. Ferðabók E. Ól., bls. 716—717.

*) Sveirni Pálsson: Joumal 1, bls. 76—77. .Jap. Steenstrup heldur
að þessir tveir smokkfiskar hafi verið sinn af hvorri tegund.
(For-handlinger ved de skand. Naturforskermöder 1847, bls. 950—957. og
1856, bls. 182 -185).

3) Allnákvæm lýsing á smokkfiski þessum eftir Torfa Einarsson,
alþingismann á Xleifum, er í Gesti Vesttirðing III. bls. 64—65. Sbr.
Landstíðindi 1, 1850, bls. 31—32.

4) Norðanfari XI, 1872, bls. 95. A jólaföstu 1867 rak í Skagatirði
skepnu 2 álna langa með 9 álna hala. sem sumir sögðu vera kolkrabba.
(Norðanfari VII, bls. 6).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0597.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free