- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
588

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

588

Skordýr.

ingur (Mtftilus edulis) er algengur kringum alt land, hann
er erlendis hafður til manneldis, en á ísla-ndi því nær
ein-göngu til beitu, mest er hann notaður við Faxafióa, þar er
mikið af honum viða i vogum og vikum, og hefir hann
einkum verið sóttur i Hvalfjörð. Aða (Modiola) er lika
kringum land. algeng við Yestfirði og uppáhaldsfæða
stein-bitsins; af sogskeljum (Astarte) hafa fundist 5 tegundir og
er gimburskelin (A. borealis) alþekt. Pá eru sandmigur
(íSaxicava arctica og Mya truncata), hallokur (Tellina) og
gluggaskeljar (Anomia ephippium) algengar i fjörum,
báru-skeljar (Cardium, 3 teg.) eru sjaldsénari, en hörpudiskar
(Pecten islandicum) eru algengir eystra og nyrðra, fágætari
fyrir vestan og sunnan.1) í>á má ennfremur auk margra
anuara tegunda nefna bergbúa (Pholas crispata) og hinn
alræmda trémaðk (Teredo norvegica), sem hefir valdið
tölu-verðum skemdum á bryggjum. bátum og þilskipum við
Faxaflóa, en hann hefir ekki fundist á Yestfjörðum,
Norður-landi eða Austfjörðum; trómaðkarnir geta orðið fet á lengd
og náð fullri stærð á tveim árum.2)

Af möttuldýrum (Tunicata) eru allmargar tegundir við
Tsland. Traustedt telur 8 tegundir af einföldum sæsveppum
(Ascidiæ), fundnar á ýmsu dýpi á grunnsævispalli Islands,3)
þær hafa ekki sérstök islenzk nöfn, nema hvað sumar
teg-undir eru kallaðar gýgjarpúss. Af samsettum sæsveppum
og marvindlum munu einnig vera til nokkrar tegundir.
Af’ mosadýrum (Bryozoa), sem viða mynda skán á steinum,
skeljum og þangi i fjöru eða mynda sjálfstæðan gróður, eru
eiiaust til margar tegundir, en sá dýraflokkur er enn órann-

’) Sveinn Pólsson getur þess (Journal I, bls. 37) að Lewetzow
stift-amtmaður haii Játið ostrur (Ostrea edulis) í Skerjafjörð, en þær vildu
eiíii tímgast og drápust þar.

2) Bjarni Sœmundsson í Vid. Medd. Nat. Foren. 1903, bls. 57—60.
Andvari 1904, bls. 104-115.

s) M. P. A. Traustedt: Oversigt over de fra Danmark og dets
nordlige Bilande kjendte Ascidiæ simplices. (Vid. Medd. fra Naturli.
Foren. 1879-80. bls. 397—443).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0600.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free