- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
3

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Víðátta graslendis

3

legt land, þá mun þó láta nærri, að þessi flatarstærð
nokkurn-vegin svari til þess flatarmáls, sem samfeldur gróður hefur
á þessu svæði, enda er þetta hið langstærsta gróðrarsvæði
íslands. Meginið af yfirborði landsins mun þó jafnan aðeins
verða notað til beitar fyrir sauðfénað, svo þó
nautpenings-ræktin kæmist á hátt stig í nokkrum héruðura, þá þyrfti
sauðfjárræktin ekki að setja niður fyrir það.

Pað er mjög undir álitum komið, hvað kalla skal bygt
land og hvernig á að greina það frá óbygðum og afréttum*
I aðallöndum Evrópu er bygt land og ræktað lancl víðast
hið sama, á Islandi er það sitt hvað, því hér á landi er
varla til annað ræktað land en túnin. Orðið bygðir þýðir
á Islandi vanalega sama sem sveitir eða héruð, landspildur
með þéttsettum eða dreifðum býlum, túnum, engjurn,
mýr-um, flóum, búfjárhögum, holtum, söndum, hraunum, hálsum
og klettum, og er aðeins örlítið af því ræktað land. í^ó
stöku sveitir á láglendum og í dölum séu vaxnar
saman-hangandi gróðri, þá eru hinar þó miklu fleiri, þar sem
gróðrarsvæðin skiftast á við holt, sanda og klappir. Það
er mjög örðugt að ákveða stærð bygða á Islandi
nákvæm-lega og þarf mikla aðgæzlu. Ef allir gróðrarlitlir blettir
væru reiknaðir frá, sem alstaðar eru innanum sveitirnar,
mundi flatarmál hinna eiginlegu bjTgða fljótt dragast saman
og verða nærri að engu í samanburði við flatarmál alls
landsins. Halldór Guðmundsson skólakennari1) gerði fyrstu
tilraun til þess að ákveða hlutföllin milli bygða, afrétta og
óbygða eftir Uppdrætti Islands, sem Bókmentafélagið gaf
út 1844. Undir bygðir telur hann eigi aðeins tún og
engjar. heldur líka öll heimalönd og búfjárhaga og hafa
þar stundum slæðst með sameiginleg beitarlönd og smærri
afréttir, verða bygðirnar á þann hátt 764.3 ferh. mílur.
Afrétti telur hann 682. ferh, mílur, óbygðir aðeins 421 ferli.
milu. Með afréttum telur Halldór Guðmundsson fjöll og
heiðar upp frá bygðunum og mikinn hluta af hraununum,

Halldór Gnðmundsson: Um stærð íslands (Skýrslur um
lands-hagi á íslandi. Kmhöfn 1858. I, bls. 97-109).

1*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free