- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
6

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

6

Abiið landsins

háttum þeirra tíma á Norðurlöndum, enda var það lika
hentugast eftir landsháttum á íslancli. Porp sköpuðust varla
að heita mátti, þó þéttbýli yrði sumstaðar við mikil
slægju-lönd, og verbúðahópar kæmu upp við sævarsíðuna hér og
hvar. Kaupstaðir mynduðust ekki i fornöld, sem kunnugt
er, menn verzluðu á kaupstefnum eða mörkuðum, þar sem
skip komu. og lágu við búðir og tjöld.

Hæð bæja yfir sjáfarmál. Ef vér þá athugum
niður-skipun bæja, einsog hún er á landinu, þá sést það fljótt, að
hœðin yfír sœvarmál ræður mjög miklu um bygðina:
meginið af öllum bæjum liggur á láglendi, fyrir neðan 100
metra hæð yfir sjó. Nú mun tæpur 15. hluti flatarmáls
vera láglendi, þó taldir séu sandar og brunahraun, sem
óbygð eru, en aftur eru margir dalir og mjóar strandræmur
bygðar, sem vanalega ekki eru talin til láglendis. Pað mun
vera mjög vel í lagt, ef talið er. að 1 2. hluti landsins sé
nokkurnvegin samfeld bygð, en sem stendur eru engin tök
á að fá fullnaðar-úrskurð í því efni, það fæst ekki fyrr en
búið er að mæla landið alt. A 100—200 metra hæð er
nokkur bygð víðsvegar um land við útjaðra láglendis, á
takmörkum hálendis og í dölum á Norðurlandi og
Aust-fjörðum. í*ar fyrir ofan eru fáir bæir og tvö dreifð
bygð-arlög norðaustan á landinu, Fjallasveit og Mývatnssveit.
Meginþorri þess fólks, sem býr fyrir ofan 150—200 metra
hæð, lifir nærri eingöngu af sauðfjárrækt, á afurðum
af-rétta og beitarlanda; engja og kúaræktin er aðallega stunduð
i hinum neðri bygðum.

fess hefir verið getið i Lýsingu íslands, að hæð
snæ-línunnar yfir sjó er töluvert mismunandi á ýmsum stöðum
á landinu, hæst er hún að norðan og austan í miðju landi,
en gengur lengst niður á Yestfjörðum. Nálægð jökla og
fanna hefir mikil áhrif á gróðrarmagn landsins, en nálægð
sævar og úrkomu ræður miklu um útbreiðslu og hæð jökla
og snælinu. Af þessu skapast aftur mismunandi hæð
gras-lenda, kvistlendis og beitarlanda, en við það verður
niður-skipun bæja ýmisleg i ýmsum landsfjórðungum; bygðin
nær lengra upp á hálendið. þar sem snælinan liggur hátt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free