- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
9

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Bæjaskipun

9

fjarðarbotna og í dölum inn af hinum lengri fjörðum
gengur gróðurinn lengst upp í landið og þar nær líka
bygðin hæst, einkum við Hrútafjörð, Steingrímsfjörð, Ísa-
fjarðardjúp og Arnarfjörð. Nærri Hrútafirði, upp af Prests-
bakka eru Jónssel og Bakkasel á 100 m. hæð, Heydalur
upp af Skálholtsvík 80 m. Sunnan við Steingrímsfjörð
liggja nokkrir bæir tiltölulega hátt, Vatnshorn (100 m.),
Þiðriksvellir (75 m.), Arnkötludalur (94 m.), Tindur í Mið-
dal (75 m.) og Kleppstaðir, hjáleiga frá Stað (100 m.), en
langhæst standa Fitjar (163 m.), hjáleiga frá Ósi uppaf
Hrófbergi. Annars nær bygðin lengst upp í dalina inn af
Ísafjarðardjúpi og þó eigi hátt: Lágidalur (140 m.), Kirkju-
ból í Langadal (76 m.); hærra liggja bæirnir nokkru vestar
við Inn-Djúpið. Í Vatnsfjarðardal upp af Vatnsfirði er
Vatnsfjarðarsel, 153 m. yfir sjó, Miðhús 118 m., Þúfur 99 m.;
í Laugardal milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar er Laugaból
(89 m.) og Efstidalur inst í dalnum, það er hæsti bær á
Vestfjörðum, 172 m. yfir sævarmáli. Við Suðurfirði, inn
úr Arnarfirði, er Hokinsdalur hæstur, á 100 m. hæð, við
Þorskafjörð og aðra firði austan til í Barðastrandarsýslu eru
fáeinir bæir á 60—80 m. hæð og Skógar í Þorskafirði 100
m. yfir sjó. Á útströndum Vestfjarða standa flestir bæir
nærri sævarmáli, einstöku býli á 50—70 metra hæð, helzt í
dalakvosum móti suðri.

Í Dalasýslu er meginfjöldi bæja nærri sjó, en þó fáein
býli hærra uppi til dala (Sælingsdalur 140 m., Hvammsdalur
151 m.) og svo ýms heiðabýli upp af Dölum á 120—140
metra hæð. Á Snæfellsnesi standa allir bæir lágt og flestir
nærri sjó, mjög fáir ofan við 50 metra. Hæst standa
nokkrir bæir sunnan undir fjallgarðinum í Miklaholtshreppi
og Staðarsveit og þó eigi hátt (70—90 m.). Slitvindastaðir
hæst, 92 m. Norðan á nesinu standa allir bæir nærri sjó,
nema Selvellir upp af Berserkjahrauni 90 m. Utan til á
nesinu eru Ingjaldshóll og Öxl hæstu bæir og þó eigi nema
53 og 59 y. sj. Á Reykjanesskaga er öll bygðin með sjó
fram og á sævarbakkanum nema Krisuvík (126 m.),Vigdís-
arvellir (136 m.)og Kaldársel (87 m.), sem nú eru í evði.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0027.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free