- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
11

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bæjaskipun

11

fyrir neðan 50 rnetra hæð }rfir sjó, en Norðurárdalur gengur
lengst inn í landið, og instu bæirnir þar eru því allhátt
yfir sævarmáli (Sveinatunga 130 m., Fornihvammur 160 m.);
vestar skera-st fáir bygðir dalir upp frá unclirlendinu,
merk-astir eru Hitárdalur og Hnappadalur (Hitárdalur 120 m..
Hafursstaðir við Hliðarvatn 100 m.); þvers fyrir ofan
lág-lendið liggur Langivatnsdalur, þar kvað hafa verið bygð
til forna og síðar sel, á 210—230 metra hæð yfir sjó.

Hvergi á landinu er eins mikil bygð og þétt einsog á
hinu stóra Suðurlandsundirlendi, sú bygð er hvergi hátt
yfir sjó, meginið af henni töluvert fyrir neðan 100 metra
hæð, og á stórum svæðum miklu neðar, svo er t. d. Olfus,
Flói, neðri hluti Holta og Rangárvalla, Landeyjar og
Eyja-fjallasveit víðast fyrir neðan 50 metra hæð. Af
suðurlands-bygðunum liggja Þingvallasveit og Grafningur hæst i heild
sinni, Pingvallasveit 100—180 m. yfir sjó, (Pingvellir 106
m., Hrauntún 158 m., Brúsastaðir 160 m., Svartagil 182 m.),
Grafningur 100—150 m. (Olfusvatn 120 m., Nesjavellir 151
m.). Ofan til í Holtum og i miðju Grímsnesi eru nokkrir
bæir fyrir ofan 100 m., en annars standa bæirnir eðlilega
hæst i röndum og aðdraganda hálendisins. I
Biskups-tungum Hggja Hrauntún og Austurhlið 140 m. yfir sjó, i
þar er Laug við Geysir 100 m., Haukadalur 114 m.,
Kjóastaðir 135 m., Hólar 200 m. yfir sjó. Efst i Hreppum
er Tungufell að vestan 160 m. og Skriðufell að austan 180
m. yfir sævarmáli; annars eru ýmsir bæir aðrir i Hreppum
dreifðir um dældir og sunnan i fella- og hálsahliðum á
100—200 metra hæð yfir sjó. I Landsveit eru Yrjur og
Skarfanes efstu bæir, 120 m. yfir sjó og svo Galtalækur
134 m. Ofanvið Rangárvelli og i Hekluhraunum liggja
nokkrir bæir töluvert liærra en láglendið fyrir neðan,
(Næfurholt 134 m., Dagverðarnes 172 m., Rauðnefsstaðir 170
m., Reynifell 151 m., Porleifsstaðir 165 m., Yatnsdalur 160
m., Keldur 95 m.). I Fljótshlíð standa flestir bæir utan i
hlíðum mót suðri, nálægt 100 metra hæð, en efstu bæirnir
lítið hærra (Barkarstaðir 134 m., Fljótsdalur 140 m.). Undir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0029.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free