- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
14

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

14

t

Abiið landsins

frá Yopnafirði. Brú á Jökuldal er 85 km. frá Héraðsflóa,
en aðeins 60 km. frá Reyðarfirði, sjónhending yfir fjöllin;
Kleif í Fljótsdal er 90 km. og 50 km. frá sömu fjörðum.
Dalir upp af fjörðum eystra eru víðast stuttir (5—10 km.),
nema Yopnafjarðardalir, 30—40 km. og svo nær
Breiðdals-undirlendið um 25 km. upp frá vikinni. Fjarlægðir frá
sjó hafa mikil áhrif á samgöngur og aðdrætti frá
kaup-stöðum, þó eru kaupstaðarferðir lengri sumstaðar i
Skafta-fellssýslum sakir hafnleysis; lengst eiga Oræfingar í
kaup-stað, til skamms tíma urðu þeir að sækja verzlun til
Eyrar-bakka eða á Papós, 260 km. beina leið vestur og 140 km.
austur, yfir sandeyðimerkur og mörg hættuleg jökulvötn; nú
er nokkur verzlun mikið nær, i Vik og við Hornafjörð. A
Suðurlandi nær bygðin viðast tiltölulega skemmra inn i
landið en fyrir norðan og austan, þó liggja efstu bæir i
Biskupstungum 70—80 km. frá sjó, en i Borgarfjarðar- og
Myrasýslum 50 km.

Eins og nú hefir verið greint, er mest bygð á Islandi
fram með ströndum eða tiltölulega nærri sjó; samt fer
fjarri þvi, að bygðin sé samfeld alstaðar, sumstaðar eru stór
óbygð svæði milli sveita fram með sjó, hrjóstrugar heiðar
eða fjallgarðar, sandar og liraun. Hvergi ber eins mikið á
þessu einsog í Skaftafellssýslum, þar eru sveitirnar einsog
smá blettir eða eyjar í sandauðnunum; úr Suðursveit i
Öræfi og úr Öræfum í Fljótshverfi verður að fara 30—40
km. leið um gróðrarlausa sanda með jökulám, og úr
Alfta-veri i Mýrdal er um 30 km. leið. Vegir milli strandabygða
eru víðast miklu styttri, þó um fjöll og heiðar sé farið;
lengst er á milli Mývatnssveitar og Fjallasveitar, 30—40
km. Péttleiki bæja og niðurskipun i hverri sveit er einnig
mjög mismunandi og bæjarleiðirnar mislangar. í’éttast
standa bæirnir vanalega á grasgefnum undirlendum, nálægt
stórum engjaflákum, t. d. á Suðurlandsundirlendi, eða við
sjó, þar sem útræði er, t. d. á Reykjanesskaga.
Gróðrar-farið hefir mikil áhrif á bæjaskipunina, samfeldur gróður af
túna- og mýrgresi með slægjum og nautpeningsrækt eykur
bæjafjölda og mannfjölda, beitarlönd með kvistlendi og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free