- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
17

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bæjaskipun

17

bygt um lok landnámsaldar. Bæirnir hafa oftast veriö
bygðir þar sem þurlent var, en þó gott vatnsból i nánd;
á láglendum standa þeir vanalega reglulaust á bölum eða
hæðum og á holtum, þar sem myrlendi er i kring;
sum-staðar sunnan í fellum og ásum; í dölum raða þeir sér
vanalega fram með báðum hlíðunum og standa utan í
hallanum. oft á uppgrónum skriðum og giljadrúldum; oftast
eru tvær bæjaraðir i dalnum. röð með hverri hlíð. Pegar
fjallshlið horfir mót grasgefnu sléttlendi eða söndum. hafa
bæirnir vanalega verið bygðir með hliðunum; á
hrjóstrug-um útkjálkum og annesjum standa bæirnir oft i
skeifu-mynduðum botnum og íbjúgum hvilftum upp af víkum.

I sumum héruðum hefir síðan á landnámstið töluverð
breyting orðið á bæjaskipun af náttúrunnar völdum; það
eru einkum eldgosin og jökulhlaupin, sem því hafa valdið.
Þjórsárdalsbygðin og margir bæir nálægt Heklu hafa eyðst
af öskugosum, heilar sveitir á Mýrdalssandi hafa liðið undir
lok af jökulhlaupum úr Kötlu og marga bæi i Oræfum tók
af við gos Oræfajökuls á miðri 14. öld o. s. frv. Pk hafa
lika bæir eyðst á Rangárvöllum, Landi, í Selvogi og viðar
af sandroki, og hafa þær skemdir töluvert verið að kenna
óforsjálni ibúanna á fyrri timum, er þeir hugsunarlaust rifu
hrís, melgresi og lyng, sem áður verndaði sveitirnar fyrir
árásum roksandsins. Sumstaðar hafa brunahraun eytt
ein-staka bæi. þó ekki hafi mjög mikið kveðið að þvi. Nokkrir
bæir við Myvatn urðu undir Leirhnúkshraunum á 18.
öld, Ogmundarhraun rann yfir hinn forna bæ i Krisuvík á
14. öld, Skaftárhraun tóku nokkra bæi á Síðu og
Meðal-landi 1783, en fiestir þeirra voru bygðir aftur annarstaðar;
Eldgjárhraunið, sem rann á 10. öld, mun hafa eytt nokkurri
bygð á Mýrdalssandi. Þó hafa jökulhlaupin og öskugosin
eytt miklu fleiri bæjum en hraunin. Stundum hafa hraun
orðið til þess, að nýjar bygðir hafa skapast; þannig mun
mestöll bvgð í Landbroti, sem nú stendur á hraunröndinni,
eða fram með henni, hafa myndast eftir Eldgjárgosið mikla,
af þvi hið nýja hraun verndaði sandflæmin fyrir árásum
jökulkvisla, og eins hafa miklu siðar á sama hátt myndast

2

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free