- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
18

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

18

Abiið landsins

slægjur og bæjahverfi á Brunasandi af atgerðum
hraun-kvislarinnar. sem raun niður með Hverfisfijóti 1783.

Bæjatal. Fullkomlega nákvæmar skýrslur um jarða- og
bæjatal á íslandi eru ekki til. Við manntalið 1910 voru
landsmenn allir 85,183, þá töldust bændur, sem stunduðu
landbúnað sem aðal-atvinnu G.005, en auk þess voru 258
manns taldir stunda búskap sem auka-atvinnu, verður þá
bændatalan 6,323. Með bændum eru hér taldir allir sem
liafa jarðnæði, þó þeir séu embættismenn, kaupmenn eða
útgerðarmenn. Bændatalan liefir hin seinustu ár verið
talin 6,500 til 6,600 i búnaðarskýrslum og hefir frá því
1872 verið talin nálægt þvi (6,200—6,800). Af þessu sést
þó eigi hver bæjatalan er og þvi siður jarðatalan.
Sum-staðar búa fleiri en einn og jafnvel margir framteljendur

f m

á sama bæ. Arið 1703 var tala allra heimila á Islandi

r

7,537L), en íbúatalan var þá 50,444. Arið 1850 var
heimila-talan 8,750, fólksfjöldi 59,157, 1880 9,796 heimili, fóiksfjöldi
72,445, 1901 12,679 heimili, ibúar 78,470.2) Jolmsen telur i
Jarðatali sínu, sem samið var 1843—46, 5,621 jarðir á landinu
öllu og ábúendur 7,204, en íbúatalan var þá 57,797, hefir
eftir því ábúendum fækkað töluvert frá því timabili. I
býla-tölunni mun vera innifalinn fjöldi smá grasbýla og kota
við sjó og i kaupstöðum; býli eru oft aðeins smápartar úr
jörðum, hús með túnskika, en alls ekki sjálfstæðar jarðir;
eftir skýrslum er hver jarðarpartur, sem einhver býr á.
hve litill sem hann er, talinn sérstakt býli. Jarðir og býli
eru því sitt hvað, og ómögulegt að svo stöddu að finna
vissar tölur fyrir þessi hugtök. Framteljendur eru allir þeir
nú kallaðir, sem telja fram Vs hundrað á landsvísu eða
meira, og er margt af þeim vinnufólk og lausamenn; þeir
hafa verið milli 8—11 þúsund að tölu, hafa á þessari öld
verið 9—11 þúsund og voru 1914 taldir 11,086. Árið 1695

A þessu er orðin mikil bre^^ting, af því fjölmennir kaupstaöir
hafa myndast og mannfjöldi lieimila fer stöðugt minkandi: við
mann-talið 1910 voru á landinu öllu talin 14,725 heimili.

2) Landsbagsskyrslur 1903, bls. 108. Sbr. Landshagsskýrslur
1907. bls. 39—42.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0036.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free