- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
24

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

24

Abiið landsins

að vera laus við landskuld i 3 ár, en ef hann bygði sjálfur.
átti hann að vera afgjaldslaus i 10 ár.1) Auk þess veitti
landbúnaðarfélagið danska verðlaun fyrir nýb)?li á Islandi.
Arangurinn varð þó næsta litill, fáein kot voru bygð á
næstu árum,2) en svo hjaðnaði þessi viðleitni niður aftur,
einsog svo margt annað i þá daga. Svo var þessu máli
eigi hreyft fyrr en rúmum hundrað árum síðar. Alþingi
gaf út lög um nýbýli G. nóvember 1897 og hafði
uppá-stunga um það mál komið inn á þingið 1893. >Allir, sem
um málið töluðu á þingunum 1893—97, voru sammála um
það, að tilskipun 15. april 1776 um fríheit nýbyggjara væri
bæði úrelt og skaðleg, og flutningsmaður frumvarpsins á
þinginu 1894 taldi nýbýli yfir höfuð skaðleg, af því að
afréttarlönd væru helzt til litil, en heimalöndin aftur ekki
svo yrkt sem skyldi og mætti«.3) Pó voru hin fyrrgreindu
lög samþykt á þinginu 1897; þau ákveða, að menn með
vissum skilyrðum megi stofna nýbýli á eyðijörð eða i
óbygðu landi, þó er bannað að býlið sé minna en 5 hundruð
að dýrleika; nýbýlingur átti að greiða erfðafestugjald til
hlutaðeigandi sveitarfélags, en öll hlunnindi þau, sem
til-skipun 15. april 1776 hafði heitið, voru afnumin.
Milli-þinganefnd i landbúnaðarmálinu, sem sett var með
konung-úrskurði 2. marz 1904, lagði til, að lögin 6. nóv. 1897 væri
úr gildi numin, taldi þau »allsendis óþörf og skaðleg ef
þeim væri beitt, því að alstaðar vilja menn forðast að
þrengja að búfé i afréttarlöndum og miklu fremur þurfa
menn að auka þau en minka, og nú stefnir til þess að
bygðin færist saman til aukins þéttbýlis á þeim svæðum,
þar sem auðveldast er að rækta landið*4) A aukaþingi
1914 kom grasbýlamálið enn til umræðu en var ekki út-

Lovsamling for ísland IV, bls. 244—257.
®> Ól. Olavius: Oekonomisk Rejse 1780. Formáli bls. 19—22.

3) Búnaðarrit XIX, bls. 114—115; XXIV, bls. 245-247.

4) Búnaðarrit XIX, bls. 114. Um grasbýli bér og erlendis hetur
allmikið verið ritað, getum vér bér aðeins vísað til ritgjörða þar að
lútandi. Sjá meðal annars Freyr II, bls. 60; IX, bls. 49-55, 89—94;
XI, bls. 59—61; XIII, bls. 89-94. Lögrétta 1914, nr. 61.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0042.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free