- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
25

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bæjaskipun 43

kljáð; nefnd í málinu skoraði á stjórnina að safna skýrslum
um grasbýli og smábýli og að því búnu, ef tiltækilegt
þætti, að leggja frumvarp fyrir þingið-

Stærfr jarðeigna. Um stærð jarðeigna á íslandi eru
ekki til neinar skýrslur, enda er stærð þeirra mjög
mis-munandi; flatarmálið hefur á Islandi miklu minni þýðiugu
fyrir verðmæti jarðanna en i öðrum löndum, þar sem mest
alt land er ræktað. Landareign sumra góðra íslenzkra
jarða með miklum engjum og stórum túnum, er oft miklu
minni en landeigu lakari jarða. Sauðfjárjarðir með miklum
högum og afréttarlöndum taka stundum yfir stór svæði,
sein oft eru hrjóstrug á stórum köflum; sauðfjárræktin þarf
einsog kunnugt er, miklu meira landrými en
nautpenings-ræktin. I fyrri daga voru miklu fleiri stórbýli á Islandi en
nú, þau voru flest og mest á 14. og 15. öld og þá bjó einn
maður oft á mörgum höfuðbólum. Þýðing stórbýlanna
heflr stöðugt minkað og nú má varla heita, að þau séu til.
Efnahagur landbænda er miklu jafnari en áður var, færri
fátæklingar og engir auðmenn, sem á nokkurn hátt geta
jafnast við stórbændur fyrri alda.

Jörð er hvert það býli kallað. sem metið er til
dýr-leika.1) og jarðir geta verið i einbýli eða margbýli. Til
jarða telst tún og engjar, útslægjur. búfjárhagar og afréfctir,
en jarðir eiga ekki saman nema nafnið, svo mikill
mis-munur er á stærð þeirra og gæðum. Sumum fylgja
alls-konar hlunnindi, laxveiði, silungsveiði, selveiði,
hrognkelsa-veiði, útræði, eggver, æðarvarp, fuglabjörg o. m. fl., en
flestar eru hlunnindalausar. Til forna, þegar menn voru
nægjusamir og notuðu allar landsnytjar, var ýmislegt talið
til hlunninda, sem enginn litur við á vorum dögum, t. d.
sölvafjara, grasatekja, berjalestur. hvanna- og mururætur og
ýmislegt fleira. Hér tjáir ekki að fara út i hið einstaka.
það yrði of langt mál.

Margbýli eru tiðust á Suðurlandi einkum i Skaftafells-

*) Landbúnaðarlagíi-truinvarpið 1877 segir jörð ekki mega vera
minni en eitt hundrað, sé bún minni, er bún talin þurrabúð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free