- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
29

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bæjaskipun

29

mannasögu er sagt um Odd Ofeigsson. að hann var svo
auðugur »at hann mundi eigi minna fé eiga, en pær kirkjur,
er’ auðugastar voru hér á landi*.1) A seinni hluta 13. aldar
á dögum.Arna biskups Þorlákssonar (1269—1298) voru
landleigur af jörðum, er heyrðu undir Skálholt, nær hundrað
hundraða.8) Siðar urðu jarðeignir stólanna miklu meiri.

r

Arið 1544 átti Skálholtsstóll 1,700 málnytukúgildi á
leigu-stöðum, staðarbúum og heima fyrir.3) Eftir jarðabók
Kristjáns Múllers 1699 voru landskuldir Skálholtsjarða tvö
hundruð hundraða, 70 hdr. og 87 álnir, en landskulclir
Hólajarða 3 hundruð hundraða, 35 hdr. og 104 álnir, hefur
þó efiaust þá margt verið gengið undan stólunum, er áður
hafði heyrt undir þá. Einsog fyrr var getið, telur
jarða-bókin 1760, að þá heyri undir báða stólana 838 jarðir
bygðar og 360 eyðibýli að auk, en þá var jarðatalan á öllu
landinu 4.252. Þegar athuguð er eign kirkna og klaustra
samtimis, þá er ekki óliklegt, að biskupsstólar, klaustur og
kirkjur hafi rétt fyrir siðabót átt fullan þriðjung af öllum
jarðeignum landsins eða meira. Pó er þetta ekki enn
full-rannsakað og næg gögn eru ekki f^^rir hendi til þess að
skera úr þvi með vissu. Kaþólska kirkjan fargar aldrei
neinum jarðeignum, sem hún fær. og þvi vex eignafúlgan
altaf stöðugt. A 15. öld voru margir stórríkir menn á
Is-landi, einsog fyrr var á drepið. og mestöll eign þeirra var
jarðagóss. Loptur Guttormsson hinn ríki lét eftir sig 1432
þrjátíu og fimm hundruð hundraða og átta tigi hundruð í
jörðum4). Jarðeignir Guðmundar Arasonar á Reykhólum
174 að tölu voru 1446 metnar á þrjátiu og tvö hundruð
hundraða og 17 hundruð,5) en eftir Björn rika og Olöfu er
talið (1467 og 1480) að jarðagóss hafi verið 3,467 hundruð.6)

Bandamanna saga. Rvík 1901, bls. 4.

2) Biskupasögur I, bls. 778.

3) Dipl. isl. XI, bls. 315.

4) Dipl. isl. IV, bls 519.

5) Dipl. isl. IV, bls. 683-694. Sunnanfari I, bls. 11. Björn
for-leifsson birðstjóri keypti jarðir Guðmundar Arasonar af Kristjáni !•
árið 1466 fyrir 400 nobíla (Dipl. isl. V, bls. 469).

6; Sunnanfari I. bls. 42. Dipl. isl. V, bls. 497-503; VI, bls. 254-57.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free