- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
31

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

J arðabvgging

31

af venju en lagaboðum. I lögum 12. janúar 1884 um
b3Tgging, ábúð og úttekt jarða segir svo fyrir, sem jafnan
hefir verið: »Jörð skal ávalt byggja frá fardögum til
far-daga, og skal um það bréf gjöra og er það byggingarbréf
fyrir jörðunni«. Eins var i fornum lögum ákveðið, að
menn skyldu flytja á leigulönd. er 6 vikur voru af sumri,
eða i fardögum; byggingarbréf fengu menn þá eigi, en
áttu að taka jörðu með tveggja manna vitni skilriku eða
fieiri og hafa þá jörð heimila i 12 mánuði.1) Með tilskipun
15. maí 1705 voru landsdrotnar skyldaðir til að gefa
land-setum sínum reglulegt b}*ggiugarbréf. sem nákvæmlega
greindi skyldur leiguliða. og þurfti hann eigi að greiða
neitt eða gjöra neitt, framar en þar var ákveðið.2) far var
lika fvrirskipað, að landeigandi mætti ekki byggja neinum
út, sem stóð í skilum. Lögum þessum mun þó eigi alstaðar
liafa verið hlýtt. Með konungsbréfi 22. des. 1797 var
leigu-liðum veittur forkaupsréttur að jörðum þeim, sem þeir
bjuggu á.3) Eftir ábúðarlögum 1884 skal nú í
byggingar-bréfi taka skýrt fram. hve langur ábúðartími er. en sé það
eigi gjört, skal svo álita, sem jörð sé b}Tgð æfilangt.4) Til
forna hafa jarðir víst oftast verið bygðar frá ári til árs,
hélzt það fram á 10. öld og voru leiguliðar þannig mjög
háðir landsdrotni. I Búnaðarriti 1887 stendur: ^Pað er
víða siður að bjTggja jarðir til árs í senn, þannig að
leigu-liða er gjört að skyldu að »taka heima« árlega, ef hann
vill vera; og á sama hátt getur landsdrottinn árlega sagt
honum upp ábúðarréttinum. Vanalega eru þau ein
skil-yrði sett, að leiguliði standi í skilum og hirði jörðina
»for-svaranlega«. Margar opinberar eignir munu -vera með
slíkum skilyrðum bygðar, svo lengi sem ábúandi vill vera,

’) Jónsbók O. H. bls. 130. A fyrri öldum bafa menn þó eflaust
stundum fengið byggingarbréf fyrir jörðum, þannig er til
byggingar-bréf fyrir bálfri Mælifellsá 1467. Dipl. isl. V, 481-82.

*) Lovs. f. ísland I. bls. 623—24. Sbr. tilskipun 27. júlí 1791.
s. st. V, 733-35.

3) Lovs. f. Island VI, bls. 314—15.

4) I landbi’maðarfrumvarpinu 1877 var í 63. gr. ákveðið, að engi
mætti leigja jörð sína skemur en í 15 ár.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free