- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
32

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

32

»

Abúð landsins

eii séu þær eignir einstakra manna, er þessn oft bætt við:
»en lausa skal hann láta jörðina, ef eg eða minir óska
þess«. Ef jarðir eru bygðar »upp á lifstið«, mun það venja,
að ekkjan njóti ábúðarréttar maiinsius. I sumum héruðum
landsins mun það og algengt sumstaðar, að erfingjar hafi
einnig forgangsrétt fyrir öðrum, en þetta er engum föstum
reglum bundið. Að byggja jarðir upp á ákveðið timabil
(20 — 30—50 ár) mun hér á landi varla eiga sér stað^.1)

Eftir lögum 12. janúar 1884 eiga jörðu að fylgja
»nauð-synleg hús, er henni hafa áður fylgt. Um stærð og tölu
fer eftir jarðarmagni og því sem venja er til i hverri sveit,
»eftir mati úttektarmanna«. I Grágás er ákveðið. að
leigu-liði skuli hafa hús, sem hann þarf. Leiguliði átti að
ábyrgjast húsin við handvömmum sínum og halda uppi
húsum, en landsdrottinn á að »fá honum við, ef hann krefr,

r

at styðja hús, svá at óhætt sé fé hans«.2) I Jónsbók eru
svipuð ákvæði, nema hvað þar er tekið fram, að
landsdrott-inn á að leggja til við, svo »úhætt sé mönnum ok fé«, »en
ef hann fær við til, þá skal leiguliði ábyrgjast hús at eigi
falli niðr, ok hlaða faðm saman eða lengri veggi«.
Land-eigandi átti ekki að ábyrgjast meira en þriðjung húsa við
eldsvoða, en leiguliði að minsta kosti tvo liluta. fessi
skylda landeiganda með viðartillag hefir að sönnu eigi
verið víðtæk, eftir því sem ráða má af orðtaki lögbókanna,
en það var skylaus skylda, og fyrir þá, sem áttu margar
jarðir, hefir viðartillagið munað miklu. í máldaga
Hruna-kirkju 1331 er ákveðið að leggja skuli viðu úr skógum
staðarins til fjárhúsa á kirkjujörðinni Pórarinsstöðum. »en
ef norrænn viðr er tillagður. þá falli af landsleigu«.3)
E,áðs-mannsreikningur frá Hólum í Hjaltadal 1389 sýnir, að
all-miklum við hefur stóllinn miðlað landsetum sinum.4) Þegar
Jón biskup Vilhjálmsson veitti síra Þorfi nni tórólfssyni
umboð í Fljótum, 1434, þá átti hann »i greindu takmarki

») Björn Bjarnarson í Búnaðarriti I, 1887, bls. 140—141.

2| Grágás 1852. II, bls. 136-137. Jónsbók (Ó. H.) bls. 131-132.

8) Dipl. isl. II, bls. 664.

4) Dipl. isl. III, bls. 429.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0050.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free