- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
38

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

38

J arðabygging

um sínum uiður i jarðir, gefið sumar, eu selt sumar, eiusog

Molda-Gnúpur. sem »seldi mörgum mönnum af landnámi

sinu*.1) Sumar jarðir og jarðapartar hafa verið leigðir
f

landsetum. A söguöldinni eiga efnamenn leigulönd, eins
og Blundketill, »hann var manna auðgastr ok bezt að sér í
fornum sið; hann átti þrjá tigu leigulanda«;2) hann vildi
lika ráða því, hvernig landsetar hans settu fé á vetur, en
þeir höfðu athvarf til hans i vandræðum sinum. Undir
Hliðarenda heyrðu leigulönd; i Gunnlaugssögu3) er getið
um Atla á Grenjum, landseta Porsteins Egilssonar, og víðar
er getið um landseta ýmsra heldri manna i sögunum. í>ó
leiguliðar i fornöld hefðu jafnrétti við aðra menn, þá er
það auðséð. að þeir hafa verið minna metnir en
sjálfs-eignarbændur, enda fór virðingin þá sem siðar mest eftir
efnunum; þó landsdrotnar hefðu ekki að lögum neina
heimild til að leggja á landseta sina skyldur eða kvaðir.
aðrar en eftirgjald jarðarinnar, þá voru þeir vanalega svo
háðir höfðingjunum, að þeir urðu að hlýða þeim og fylgja
þeim i herferðir og árásir á aðra menn og starfa ýmislegt
fyrir þá. er lélegt þótti og miður sæmandi fyrir frjálsa
menn. Petta ágerðist, er fram i sótti, og liklega munu
landsetar sumra höfðingjanna á Sturlungaöld stundum hafa
fundið til þess, hve nærri þeim var gengið; þeir gátu
sjaldan um frjálst höfuð strokið, urðu að hlaupa frá búi og
börnum í óþarfa vastur fyrir landsdrotna og höfðingja.
fara í sendiferðir og vígaferli og máttu búast við lifláti og
lemstrunum þegar minst varði. Leiglendingar voru þegar
i fornöld að lögum settir skör lægra en sjálfseignarbændur,
jafnvel þó að þeir væru svo efnaðir, að þeir ættu að gjalda
þingfararkaup; landeigendur gengu f}Trir i allar
virðingar-stöður i sveitastjórn, leiglendingar voru aðeins notaðir i

r

viðlögum4) A seinni öldum hefir enginn slikur munur
verið gerður.

») Landnáma 1891, bls. 194.

*) Hænsnaþóris saga 1892, bls. 2, 6—7.

3) Njála 1894, bls. 180. Gunnlaugs saga.1893, bls. 3.

*) Sbr. K. Maurer: Island 1874. bls. 148-149.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0056.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free