- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
39

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Landskuldir 39

Landskuldir. Eftirgjald jarða var til forna kallað land-

leiga eða landskuld (landskyld) og var það eina gjaldið.

sem borgað var af jörðinni til eiganda hennar. Land-

skuldin átti að vera vextir af verðmæti jarðarinnar og

vanalega i’ fornöld aðeins lögvextir af verðinu, en lögleiga

var til forna einn eyrir af tíu eða 12 álnir af hundraði1),

það er 10°/o eftir nútiðarreikningi. Var sú skoðun lengi

rikjandi hjá mörgum, að landeigendur mættu eigi taka

meira en lögleigu Grágásar i landskuldir,2) en út af þvi

var þó oft brugðið og alloft teknir 2 fjórðungar smjörs

/

eftir hvert tiundarbært hundrað. A seinni öldum hefir
landskuldin vanalega verið að jafnaði eitt hundrað af 20
hundruðum, eða 6 álnir af hundraði, helmingi minni en fyrr,
eða 5°/o.3) Var þá reiknað i hundruðum á landjörðum, en
i vættum og fiskum á sævarjörðum.4) Landskuldir jarða
eru stundum nú á tímum ennþá lægri, svo þær jafnvel eigi
nema meira en 2 — 3°/o af jarðapverðinu, þegar kúgildin eru
frá skilin; leigan og landskuldin jafna því hvort annað og
þess vegna væri það miklu eðlilegra að breyta þessu,
þannig að kúgildaleigan væri færð niður en landskuldin
upp.5) Landskuldir voru hvorki fyrr né síðar fastlega
lög-ákveðnar, fór um þær eftir því sem landsdrotni og
leigu-liða samdi. Snemma fóru jarðeigendur að færa sig upp á
skaftið, reyndu að hafa svo mikið upp úr jörðunum sem
hægt var og áskildu sér ýmisleg gjöld í landskuld, sem
juku hana að mun, fram yfir forna lagavexti. Seinna komu
kúgildin til sögunnar, en þau áttu lengi fram eftir ekkert
skylt við landieiguna, það var lifandi peningur, seldur á
leigu landsetum og öðrum mönnum, án tillits til jarðeignar-

’) Grágás 1852, II, bls. 140.

*) Sveinn Sölvason: Tyro juris. Kmb. 1799, bls. 170.

®) fessi landskuldar-upphæð var orðin svo algeng í byrjun 19.
aldar, að Magnús Stephensen segir (í Ræðum Hjálmars á Bjargi. Yiðey
1820, bls. 58—59): »sé dýrleiki jarðar óviss, er hann sanngjarnlegast
metinn svo eftir landskuldarhæð, að eitt hundrað landaura í landskuld
þyki samsvara 20 hundraða jörð«.

4) Yætt = 20 álnir = 40 fiskar; 6 vættir = hundrað.

5) Páll Briem í Lögfræðingi III, bls. 170.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0057.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free