- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
40

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

40

J arðabygging

innar, þó þau siðar kæmu i náið samband við ábúð og
eftirgjald jarða.

I fornöld er sjaldan greint svo nákvæmlega frá
eftir-gjaldi jarða, að mikið só á þvi að bjggja, en liklegt er,
að menn oftast hafi fylgt fyrirmælum Grágásar og borgað
12 álnir eftir hvert hundrað. Afgjöld jarða voru þannig
yfirleitt miklu hærri en nú. Eiríkur Sveinbjarnarson tók
Flugumýri, sem að fornu mati var metin hundrað hundraða,
á leigu í 4 ár af Lárentius biskupi fyrir 12 hundruð
ár-lega;1) löngu fyrri (1171) voru Möðruvellir i Eyjafirði
leigðir á 10 hundruð og mun það lika svara til lögleigu
Grágásar.2) Pegar kemur fram á 14. og 15. öld. eru til
mörg skilriki fyrir jarðabyggingu, einkum um jarðir klaustra
og kirkna. Klerkastéttin virðist snemma hafa verið öðrum
fremri í þvi að leggja aukagjöld og kvaðir á landseta og
hefur þar fylgt tizku annara landa. Oft er þó örðugt að
sjá, hve miklu gjaldið nemur, af þvi jarðamatið er óvíst,
og oft er landskuldarupphæðin langt fram úr lögleigu.
Pannig er t. d. Hraunskarð á Snæfellsnesi. klausturjörð frá
Helgafelli, 20 hdr. að dýrleika, um 1400 bygð fyrir 18
vættir fiska (3 hundruð) i landskuld.3) Stundum hefir
land-skuldin verið mjög mismunandi i hlutfalli við dýrleika
jarð-anna, þannig er 1402 landskuld af Ytri-Ey, sem metin er
30 hdr., 6 hundruð, en árið 1465 er landskuld af 20 hdr.
i Bustarfelli i Yopnafirði iljs hdr.4) Hvað klaustrin hafa
snemma aukið gjöld á landsetum sinum, sést meðal annars
af leigumála á jörðum Yiðeyjarklausturs 1313,5) landskuldir
eru þar, bornar saman við fornt mat jarðanna, nálægt
lög-leigu víðast, en svo eru ýmsar aukagetur: »helmingur sáð«,
»4 vættir mjöls«, »sældingur i jörðu«, »geymsla nauta og
hrossa staðarins og vetrunga eldi«, »hrossabeit« o. s. frv.
Á tveim jörðum er engin landskuld önnur en »helmingur

J) Biskupasögur I, bls. 855.

2) Biskupasögur I, bls. 418.

8) Dipl. isl. III, bls. 141.

*) Dipl. isl. III, bls. 677; V, bls. 452-453.

s) Dipl. isl. III, bls. 377.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0058.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free