- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
41

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Landskuldir

41

heyja þeirra sem fást«, og getur það hafa verið allþungt
gjald.1) Ivirkjubæjarklaustur byggir 1397 jarðir sinar mjög
dýrt, landskuldir i smjörvum viða langt fram úr lögleigu
og svo eru alskonar auka-kvaðir i fóðrum og öðru: að
fóðra 8 naut, 2 kýr. 20 skjólur seltu, 20 hesta lénur, 2
mál-keröld lýsis o. s. frv.2) Prátt fyrir þessa útúrdúra á klaustra
og kirkjujörðum, mun lögleiga Grágásar hafa verið
almenn-ust á landskuldum bændaeigna víðast um land fram undir
lok 14. aldar. Hvenær landskuldin fellur niður i helming
verðs einsog verið hefur á siðustu öldum, er eigi full
rann-sakað, líklega hafa eftir plágurnar á 15. öld3) verið svo fá
bændaefni, að jarðirnar hafa eigi feugist bygðar nema með
lægra eftirgjaldi. I öðrum löndum féllu landskuldir einnig
við svartadauða, hagur leiguliða batnaði, landaurar og
verkalaun stigu mjög.4) Jarðeignirnar höfðu á 15. öld safnast
á fáar hendur. en leiguliðar voru flestir fátæklingar, svo
fáir gátu tekið þær nema kýr og ær fylgdu með, og hefir
þetta oft sýnt sig á seinni öldum eftir sóttir og hallæri; þá
hafa landeigendur reynt að ná sér niðri á kúgildum og
kvöðum. Reyndar var það fyrir löngu orðin venja, að
leiguliðar höfðu kúgildi, en þau voru i fornöld einsog
hvert annað lán. leigulandinu óviðkomandi, og voru metin
og talin sér, á seinni tímum urðu þau föst. A 15. öld mun
sú venja hafa komist á, að jarðeigendur létu landseta sína
borga tiundir og inna af hendi öll sveitaskil, þá voru
margir leiguliðar farnir að takast á hendur ábyrgð húsa.
og sumir lögðu við i bæjahús o. s. frv. Alt þetta mun
hafa stuðlað að því, að landskuldir féllu.

A 10. öld eru landskuldirnar viða fallnar mjög, þó

’) Árið 1395 heíir he^’gjaldi þessara jarða verið breytt i
land-skuldir í almennum gjaldaurum. Dipl. isl. III, bls. 598.

2) Dipl. isl. IV, bls. 238—239.

3) Magnús Stephensen (Ræðnr Hjálmars á Bjargi bls. 59) og
margir aðrir halda, að landskuldir hati fallið í svartadauða, og plágan
seinni hefir varla haft minni áhrif.

4) Th. Bogers: Six centuries of work and wages. London 1906.
bls. 226—242.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0059.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free