- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
43

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kúgildi

43

hafa frá þvi i fornöld oftast verið borgaðar i landaurum:
smjöri,1) vaðmálum,2) ull, ám eða sauðum, eða þá öðrum
skiieyri, en mjög er það mismunandi, hvað áskilið er i
byggingarbréfum i þvi efni. Af sævarjörðum hefir oftast
verið borgað i fiski eða lýsi, stundum i selskinnum o. fl.,
af hlunnindajörðum i æðardún, fiðri, laxi o. fl. Til forna
voru landskuldir af kirkjujörðum stundum borgaðar með
korni, saltbelgjum, seltuskjólum, mellénum, heyi og ýmsu
öðru, er áskilið var, og af bændaeignum var líka stundum
borgað með ýmsum peningum friðum og ófríðum, jafnvel
með útlendum verzlunarvörum; þannig áskilur Björn
Guðna-son sér 1509 landskuldir i bjórtunnum og mjöltunnum.3)
Nú eru landskuldir viða borgaðar i peningum og upphæðin
tiltekin, eða laudskuldin er ákveðin i landaurum, en áskilið
að hún sé borguð i peningum eftir verðlagsskrá.

Kúgildi áttu upprunalega ekkert skylt við jarðabyggingu,
það var nafn á verðlagi og engu öðru. Kýrin var
nokkurs-konar verðstofn eða verðmælir i peningareikningi
forn-manna og það hefir hún frá alda öðli verið hjá mörgum
öðrum þjóðum.4) Kýrin er aðal-verðmælir i
landaurareikn-ingi Islendinga, nokkurskonar stofneyrir (Möntfod) einsog
gullið nú er i peningareikningi flestra landa, við kýrverðið

’) í Danmörku voru landskuldir í fornöld oftast borgaðar í
smjöri. C. Christensen: Agrarhistoriske Studier. Kbhavn 1886. I, bls.
52. Einnig í Noregi voru til forna íiestar landskuldir borgaðar í
smjöri; smjör er enn borgað eftir flestar jarðir Múnkalífs 1463 (Norsk
historisk Tidsskrift 4. E. V, bls. 569). Smjörið var í Noregi mælt í
laupum, tveggja og þriggja punda laupum; laupsland var sájarðskiki
kallaður, sem einn laupur var goldinn eftir í landskuld; stundum var
smjörið mælt í »spann«ir, sem vanalega mun hafa verið fjórðungur
laups. en þessi mál munu hafa verið nokkuð mismunandi í ýmsum
landshlutum.

s) Töluverður hluti af eftirgjaldi eftir sýslur átti fram á 18. öld
að borgast í voðum vaðmála, hver voð 20 álnir; 1706 átti konungur
að fá 138V2 voðir vaðmála í sýslueftirgjöld og auk þess 1,290 pör sokka.
Arni Magnússon: Embedsskrivelser 1916 bls. 162.

3) Dipl. isl. VIII, bls. 268-269.

4) Orðið peningur, peningar, á eins og kunnugt er skylt við
latneska orðið pecunia, en það er komið af pecus nautgripur; mynd af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0061.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free