- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
45

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kúgildi

45

ákveðinn verðmælir, sem hélzt um margar aldir. Kúgildi
er þá eigi annað i reikningi en fjárupphæð sú, sem kölluð
er hundrað, og oft er verð hluta fyrr og siðar miðað
við þau; tii forna var verð jarða oft reiknað i kúgildum,
en siðar hefir tiðkast að telja það i hundruðum.

Nú gefur lifandi peningur af sér arð, og kúgildið i
friðu er arðberandi eign. I fornöld þektust hvorki bankar
nó sparisjóðir, lánstofnanir né skuldabréf, allir þeir, sem fé
græddu, urðu að koma því í jarðir eða kúgildi til þess að
gera það arðberandi. Þetta hélzt að miklu leyti óbreytt
fram á 19. öld; þó settu menn á seinni öldum frekar fé sitt
i jarðir en kúgildi. Fjársýslufyrirtæki hófust ekki að
nein-um mun f}7rr en i byrjun 20. aldar. Kýrnar eða kúgildin
voru til forna þeir sparisjóðir, er menn oftast settu fé sitt
í, og þar var því vel fj-rir komið og svo tryggilega sem
hægt var á þeim tímum. Lögleiga fyrir hvert
málnytu-kúgildi var eftir Jónsbók, sem fyrr var getið, tveir
fjórð-ungar smjörs eða 4 lambsfóður og hefur það haldist fram á
þenna dag, en með 12 álnum mátti borga leigurnar, ef
smjör var eigi til.1) Hér var þvi einsog við landskuldir
borguð hin lögboðna renta 10°/o. Svo voru i lögunum
ná-kvæm ákvæði um ábyrgð og tryggingu á kúgildunum.
Gróðamenn komu fé sinu á vexti með því að setja það i
kúgildi, þvi altaf voru nógir, sem vantaði höfuðstól til að
búa við, og »urðu við leigufé að hjálpast«, einsog Jónsbók
kemst að orði. fessi kúgildi stóðu ekki i neinu sambandi
við jarðirnar, menn áttu oft kúgildi á annara jörðum.
Leigjendur leigðu kúgildin frá fardögum til fardaga, og
þeim var heimilt að skila þeim aftur, þegar þeir vildu,
áttu þá að skila kúnum og ánum með vottum og öðrum
reglum, er lög tiltóku.2) Bæði i fornöld og siðar áttu efna-

Fyrr, á 11. og 12. öld, voru, eius og áður var getið, kúgildin
oft lægra metin, og þá var eftirgjaldið eftir þau líka lægra; eftir
alþingissamþykt 1200 var lögleiga á kú »9 álnir i hönd. 10 álnir á
frest« (Dipl. isl. I, 315). fessi leiga hefur ekki staðið lengi. og hefur
ef til vill aðeins haft gildi í sumum bj’gðarlögum.

2) Jónsbók O. H. bls. 226.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free