- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
50

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

50

J arðabygging

anna, og því síður fastur hluti eignarinnar, þau eru sjaldan
með i kaupi jarðanna, eru vanalega talin sér í lagi með
lausafé eigandans og seld sérstaklega langt fram á 16. öld.
Þegar stólsjarðirnar voru seldar, voru kúgildin líka seld
sér i lagi. Við hver ábúandaskifti varð húsbóndi og
leigu-liði að koma sér saman um, hve mörg kúgildin ættu að
vera; leiguliði var sjálfráður um, hve mörg kúgildi hann
vildi hafa og þau voru að miklu leyti i ábyrgð eiganda.
sem oftast endurnýjaði þau.

Einsog vér höfum séð, voru hin fornu kúgildi þjóðleg
bankastofnun eða lánsstofnun efnamanna, liafði hún smátt
og smátt skapast af þörfinni; myntaðir peningar voru þá
eigi til á Islandi og vegið silfur, sem notað var til borguna
á söguöldinni. var á 13. og 14. öld að mestu horfið úr
landi. Eftir hugsunarhætti þeirra tima var örðugt að gera
sér gull- og silfurpeninga arðberandi á sómasamlegan liátt
nema með þvi að breyta þeim i lifandi pening eða kaupa
fyrir þá fasteignir. Skoðanir manna á fjárafla og
vaxta-borgun voru á miðöldunum mjög undarlegar og barnalegar.
Um allar miðaldir barðist kirkjan með hnúum og hnefum
á móti allri vaxtaborgun af peningum og kallaði það okur,
hvað litil sem rentan var. Hjá kirkjufeðrum og
kirkju-fundum komu fram margar afkáralegar skoðanir um
fjár-afla og peningaarð; þvi var haldið fram, að peningar og
alt dautt fé væri að eðli sínu gelt og ófrjósamt, gæti þvi í
raun og veru engan arð gefið. Pessi heimskulega kenning
komst inn i kirkjurétt kaþólsku kirkjunnar, en gat þó aldrei
fullkomlega rutt sér til rúms i mannfélaginu, hún hindraði
nokkuð verzlunarviðskifti og framfarir kristinna manna
framan af miðöldunum, en varð Gyðingum til mikiis gagns,
þeir höfðu enga samvizku af þvi að lána mönnum peninga
gegn vöxtum og margir urðu að leita til þeirra. konungar
og stórhöfðingjar og jafnvel sjálfir klerkarnir. Smátt og
smátt fyrntust þessi fyrirmæli kirkjulaganna og enginn
sinti þeim, ekki einu sinni klerkarnir sjálfir.1) Þessi okur-

’) Nánar er talað um okur-kenningar kirkjunnar í hinni frægu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0068.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free