- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
51

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kúgildi

51

kenning komst lika inn i islenzkan kirkjurótt, i kristinrétti
Arna biskups 1275 er bannað að taka leigu af dauðu fé og
kallað okur. Petta hafði þó litla þyðingu á Islandi, þar
sem engin peningavelta var til og engin arðberandi
verzl-unar eða iðnaðarfyrirtæki. Kirkjan staðfesti með þessu
kúgildaleigurnar sem leyfilegar og kristilegar, þvi kúgildin
voru lifandi peningur, það var ekkert okur að leigja
mönn-um þau, og biskupar, ábótar og klerkar notuðu sér einmitt
kúgildin til mikils gagns og gróða.1)

Hin mikla breyting. sem varð á allri jarðabyggingu á
15. öld, hafði tvenn aðaláhrif, að lækka landskuldirnar og
festa kúgildin við jarðeignina, þó þau yrðu aldrei föst að
lögum og séu það ekki enn fullkomlega; venjurnar skapast
smátt og smátt og eru oft sterkari bönd en lagaákvæði.
Nú er það orðin landsvenja, að kúgildin fylgja jörðunum
sem lögfylgjur og eru seld með þeim. Við mat eigna er
kúgildaleigan oftast skoðuð sem vextir af höfuðstól
jarðar-innar. Pó þetta geti nokkurnvegin til sanns vegar færst

bók eftir W. E. H. Lecky. History ot tbe rise and intluence ot tbe
spirit of rationalism in Europe. London 1900. Vol. II, kap. 6 bls.
250—270. M. Lúther barðist framan af með miklum ofsa gegn allri
vaxtaborgun, en varð að síðustu að láta undan. Sbr. A. Rubow:
Rente-forhold i Danmark. Köbenhavn 1914. bls. 24—29.

l) I hinni ágtetu ritgjörð Páls Briem Um bundraðatal á jörðum
(í Lögfræðingi IV, hls. 1—54) er undarlegur misskilningur eða
mis-gáningur er að þessu lýtur. Páll Briem heldur því fram, að
Kristin-réttur Arna biskups og Jónsbók hafi ýtt undir gróðafýsn manna með
því að leyfa hærri leigu en lögleigu fyrir málnytukúgildi. En þetta
er ekki rétt. Jónsbók leyfði aðeins lögleigu 12 álnir fyrir hvert
kú-gildi, en tók það um leið fram, að kúgildisarðurinn ætti að vera 2
fjórðungar af smjöri, sem þá samsvaraði 12 álna lögleigu. Við
smjör-leiguna hafa menn haldið sér síðan, en smjörið mun hafa hækkað í
verði á 14. öld og voru þá og síðar 2 fjórðungar metnir á 20 álnir og
síðan hafa menn reiknað kúgildisleiguna 20 álnir, þegar hún var
borguð í öðrum eyri og hafa grætt á því; þeir gátu altaf heimtað
smjörið, sem var lögboðin leiga. En Jónsbók tiltekur skýlaust 12
álnir (10°/0) og bætir við: »en sá er dýrra selr, skal eigi meiri leigu
hafa en lögleigu, ok tvígildi konungi þat sem hann aukar lögleigu .
20 álna virðingin á smjörfjórðungnum segir Skúli Magnússon fógeti
að hafi komið upp á 14. öld. (Gl. Félagsrit IV, bls. 206).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0069.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free