- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
54

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54 J arðabygging

sjá má at’ fjölda stjórnarbréfa, komin á þá skoðun. að þau
væru skaðleg fyrir leiguliða, og vildi afnema þau; en þörfin
og venjurnar voru sterkari, kúgildin sátu, þrátt fvrir allar
árásir. sem fastast á jörðunum. Olafur Stephensen
stift-aintmaður segir 1787: »eg sé eigi mögulegt að byggja
jarðir á þessum timum án kúgilda; fólk býður tvöfalda
leigu eftir kúgildi eða hross. sé þau látin jörðum fylgja.
en án kúgilda tekur engi maður þær. Þau eru því ekki
eiuungis i hörðum, heldur og fátæku fólki í hinum góðu
árum, öldungis ómissandi. Margur duglegur uugur maður,
er giftist fátækur. heíir af kúgildum upp komið fjölda
sauð-fjár og nægum nautpeningi, sem annars hefði hvergi komist
með búnað sinn. Pau hafa verið fótur hans fjárafia. og
einasti bústólpi, og i sannleika er þénanlegra að halda jörð
með kúgildum, fyrir fátækt fólk, en að gjalda eins mikið
eftir kúgildalausa jörð eftir fornu lagi. Það er og
sjálf-talað. að á meðan kúgildi fylgja jörðum. fá þær ætíð rækt
af teðslu kúgildanna, en þar þau eru eigi. er jarðræktin
miklu óvissari. I hörðum árum etur sá fátæki sína eigiti
málnytu. en skirrist við að eyðileggja innstæðu
jarðeig-andans, sem heldur jörðinni við rækt, leiguliðanum við
hokur og gefur honum af séi’ nýjan kvikfénað*.1) I lok
lí>. aldar er það tekið fram. að >leiguliðum, sem vel komast
af. sé illa við kúgildi. en öreigum, sem vilja fara að búa,
þyki vænt um þau«.2)

Innstæðukúgildin festust betur á lí). öldinni en nokkurn
tíma áður og vai’ð það venja og siðar lög. að leiguliðar
bótalaust endurnýjuðu kúgildin. Með lögum 12. janúar

kgl. 8amling nr. 3310. 4°), mjög fróðlegt. Bjarni Halldórsson: Um
kúgildi, sem af fjárpestinni dáið hafa. (Gl. kgl. Samling, nr. 3312, 4°).
Bogi Benediktsson: Tanker om lnventarii Quilders Afskaffelse udi
Is-land. Hdr. J. S. 161 - 4°.

’) Gl. Félagsrit VII. bls. 178. í ritum sínum utn gagnsmuni at
sauðfé og not af nautpeningi í Gl. Félagsritum V. og VI. bindi hefir
Olafur Stephensen líka sýnt og sannað, að landsetar geta haft mikinn
hagnað af að leigja kvr eða ásauðarkúgildi fyrir 2 fjórðunga smjörs.
þó vextirnir virðist háir.

2) Björn Bjarnarson í Bimaðarriti I. 1887. bls. 151. sbr. bls. 139.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0072.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free