- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
62

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

62

J arðabygging

stundum leiddi til þvingunar og harðbýlis fyrir smælingjana.
Með stjórnarbréfi 15. april 1695 var ákveðið. að eigi mætti
heimta fleiri róðrarkvaðir á konungsjörðum syðra heldur en
þyrfti til að manna stjórnarbáta,1) þá voru 125 mannslán úr
Gullbringusýslu einni, svo það hefði mátt ætla. að einhver
hefði losnað við þessa kvöð, en fógetar og umboðsmenn
notuðu kvaðirnar til eigin hagsmuna og héldu út fjölda af
bátum. sem þeir létu konungslandseta róa á. I byrjun 18.
aldar voru konungsbátarnir, sem vanalega voru kallaðir
»inventariibátar«, 29 á Suðurlandi. 15 í Gullbringusýslu og
14 í Yestmannaeyjum; eyjabátarnir voru mjög stórir, 3
tólf-æringar og 11 teinæringar. Samtimis héldu umboðsmenn i
CTullbringusýslu úti 80—100 bátum, er þeir sjálflr áttu. og
i Yestmannaeyjum leyfðu umboðsmenn sér lika að hafa
marga aukabáta. Peir, sem af einhverri ástæðu eigi gátu
róið eða fengið mann fyrir sig, borguðu 40 flska.2) Sýslur
voru, sem kunnugt er, i gamla daga veittar þeim. sem hæst
eftirgjald bauð og á sumum sýslum hvildi auk þess
ein-kennileg róðrarkvöð.3) Sýslumaður var auk eftirgjalds
skj^ldur að gera út ókeypis einn eða tvo útróðrarmenn með
skinnklæðum og vermötu. þeir áttu að róa á konungsbátum
og fékk konungur allan hlut þeirra. Pessi kvöð var lögð
á sýslumannsembættin skömmu eftir siðabót; hinar
fjar-lægari sýslur gátu losað sig við þessa kvöð með því að
borga 6 rd.4) Með konungsbréfi 12. des. 1769 voru
kon-ungsbátar afteknir og 13. júni 1787 var ákveðið, að hvert
mannslán skuli borgast með 1 rd. árlega.5) Það hafði lika
áður verið siður. að hver konungslandseti i Mosfellssveit
áfcti að róa á konungsbát frá kyndilmessu til krossmessu

’) Lovsamling for Island 1. bls. 518.

Arne Magnusson: Embedsskrivelser udg. af K. Kálund 1916.
bls. 181, 188. 265—267. 272, 274—275, 277.

3) Utróðrarmenn þessir voru alls 9, tveir úr Skaftafellssýslu.
Rangárvalla- og Árnessýslum, einn úr Borgarfjarðar-, Húnavatns- og
Skagaijarðarsvslum. Pessa menn kölluðu fógetar »frie mænd til söes«.

4) Árni Magnússon s. st. bls. 267—268. 518.

5) Lovs. f. Island III, bls. 637; V, bls. 47S.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0080.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free