- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
63

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Traðir

63

eða borga 1 rd ’) Mannslániö var lika leyst með álnum
á Skálholtsjörðum, og þegar þær vorn seldar, var það i
skilmálunum, að eigi mætti framar krefja þessarar kvaðar
af jörðunum. Skipsáróðrar voru mjög tilfinnanleg kvöð
fyrir þá landseta, sem sjálfir áttu bát, eða voru einyrkjar
og áttu því ilt með að yfirgefa heimilið.

Varjsldttir voru fyrrum nokkuð algeng kvöð á
konungs-jörðum og ymsum kirkna- og klaustrajörðum.8) Atti
leigu-liði að slá dagsláttu fyrir landsdrottinn ókeypis og fékk
vanalega fæði. A konungsjörðum i Gullbringusýslu. i
Mos-fellssveit og á Kjalarnesi voru leiguliðar viðast skyldir að
slá dagsláttu, stundum 2 eða 3 og notuðu fógetar oftast þá
kvöð til þess að láta slá í Viðey. Fyrir 1660 var
dagsláttu-mönnum á konungsjörðum syðra gefinii þrisvar matur á
dag, frá 1660 til 1683 fengu þeir aðeins tvimælt á dag af
spónamat, en eftir 1683 varð leiguliði sá, er sendi
sláttu-manninn. algjörlega að fæða hann. Pessi dagsláttukvöð
var aftekin um lok 18. aldar einsog mannslánin, þegar
stóls-jarðir og konungsjarðir voru seldar. Fóðnrkraðir, sem fyrr
voru nefndar, höfðu frá alda öðli hvilt á landsetum
biskups-stólanna og klaustranna og á sumum jörðum prestakalla.
Sömu kröfu gerðu auðvitað fógetar og umboðsmenn á
Bessastöðum. en notuðu þessa kvöð minna en
biskups-stólarnir, enda var skipaútgerðin og fiskiveiðarnar þeim
fyrir öllu. Bændur í nánd við Bessastaði urðu þó að leggja
hey til fálkaskipsins handa nautum þeim, sem slátrað var
fyrir fálkana, er eingöngu lifðu á nýju keti á leiðinni til
Danmerkur. Hestlán var nokkuð algeng kvöð á jörðum
biskupsstóla og klaustra og á konungsjörðum. Fyrir
fing-eyraklaustur áttu landsetar að fara þingmannaleiðar
lesta-ferð á haustin, fyrir Bessastaðamenn urðu landsetar að fara
lestaferðir til alþingis og margar aðrar ferðir; eins urðu
landsetar Skálholtsstaðar að llytja farangur biskups til al-

t

*) Eggert Olafsson’s Rejse bls. 32.

r) Um lok 17. aldar lagði Lauritz Gottrup lögmaður nýjar
dag-sláttu- og hestlánakvaðir á 7 jarðir í Vatnsdal (Arni Magnússon’s
Embedsskrivelser bls. 253—254.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0081.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free