- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
64

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

64

J arðabygging

þingis. Bessastaðamenn og biskupar héldu oft veizlur á
alþingi og höfðu marga á sinum kosti, svo mikið þurfti að
flytja af matvælum og ölföngum til alþiugis. Hríshestar,
stundum tveir, stundum einn, var kvöð. sem hvildi á
mörg-um leiguliðum i Gullbringusýslu, sóttu þeir hrisið suður i
Almenninga í Hraunum og fluttu það til Bessastaða, þar
var hrisið notað til eldiviðar; í byrjun 18. aldar var skógur
þessi að mestu uppurinn og eyðilagður og voru þá
leigu-liðar látnir borga ö fiska fyrir þessa kvöð.1) A sumum
jörðum lá sú kvöð að sækja timbur á 2 hestum austur i
Þingvallaskóg, viður þessi var notaður til áreftis i
penings-hús á Bessastöðum.

Auk þessara aðalkvaða, sem lágu á mörgum leiguliðum á
konungs- og kirkjujörðum, voru ýmsar aukakvaðir lagðar á
leiguliða í nágrenni Bessastaða, en þær þektust hvergi
annar-staðar. Var mismunandi rikt gengið eftir þessum kvöðum.
eftir þvi sem valdhafarnir voru mennirnir til, og stundum
féllu þær niður um árabil. Af þeim aukaverkum, sem
krafist var af þessum konungslandsetum, má nefna þessi
helzt: þeir áttu að leggja menn til skipaferða til þess að
sækja fisk þann suður á Miðnes eða í Keflavik, sem aflast
hafði á konungsskipum á Stafnesi, þeir áttu að hjálpa til
við húsagerð á Bessastöðum, i Viðey og á Gufunesi, taka
upp mó, flytja deigulmó til Bessastaða ef þurfti, mala malt,
þegar brugga skyldi á Bessastöðum o. s. frv. Hinar meiri
kvaðir (mannslán, dagslættir, fóðurkvaðir, hestlán) höfðu
orðið að landsvenju i kaþólskum sið; kirkjustjórnin hafði
innleitt útlendar venjur i fyrstu sér til hagnaðar, en hinar
smærri kvaðir voru flestar tilbúningur valdsmanna og
um-boðsmanna á Bessastöðum, hin danska stjórn var litið við
þær riðin; engin lagaheimild var fyrir slikum álögum, en
samkvæmt tiðarandanum i þá daga erlendis, þótti það ekki
nema sjálfsagt, að valdsmenn notuðu sér vinnu almúgans
einsog þeir gátu, þeir höfðu margir keypt embættin og

1) I bvrjun 18. aldar áttu 124 leiguliðar syðra að gjalda fyrir
brísbest. Arni Magnúseon’s Embedsskrivelser bls. 31, 183.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0082.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free